RÚMMÁL
10-12ltr

Maíspokar 10-12 ltr.

10.044 kr.

Vörurn: H5200

Maíspokar brotna niður á örfáum vikum án þess að valda skaða í náttúrunni.

Kassi með 30 rúllum, 20 stk á hverri rúllu.

Maíspokinn er 18 míkron að þykkt. Til að ná fram lengri geymslutíma fyrir notkun er best að geyma pokann fjarri ljósi og hita. Pokinn er í fullu gæðum fyrstu 6 mánuðina.

Meira um maíspokana:
Pokarnir sem Íslenska Gámafélagið kaupir frá Ceplast innihalda ekki erfðabreyttan maís. Fyrirtækið sem framleiðir hrávöruna, MATER-BI sem notað er í maísburðarpokana notast ekki við erfðabreyttan maís. Kornið sem notað er til framleiðslunnar er ræktað í Evrópu í samræmi við þá staðla sem þar gilda og er ekki erfðabreytt. Þá er notuð matarolía við framleiðsluna sem einnig er unnin úr óerfðabreyttu hráefni.  Novamont framleiðir og hefur einkaleyfi á þessu hráefni og lýsir enn frekar maíspokanum og hráefninu MATER-BI og þeim umhverfiskröfum sem þeir gera til vörunnar. 

Samkvæmt skýrslu frá framleiðanda þá þarf um 0,03 hektara lands af maís og 0,14 hektara lands af jurtaolíu til að framleiða 1 tonn af maíspokum sem gera ca 100.000 innkaupapoka. Til að setja þetta í samhengi þá getur þurft um 4 hektara lands til að framleiða 1 tonn af nautakjöti. Það er því ekki mikið landsvæði sem þarf til framleiðslunnar. Maís er ekki eina jurtin sem notuð er í framleiðsluna því einnig er hægt að nota mjölmiklar kartöflur, þistil ofl. Þessi atriði skipta máli í sambandi við það hvort framleiðslan er í samkeppni við framleiðslu á mat handa hungruðum heimi en svo er ekki í þessu tilfelli. Á það má svo benda að skortur á landssvæðum til ræktunar er minna vandamál en sú staðreynd að 30% af framleiddum matvælum er hent árlega.

Rúmmál 10-12ltr
Aftur í vefverslun

Aðrar vörur

1.562 kr.
heimilispokarf3flokk
484 kr.
fjolnota-poki
26.639 kr.
140ltr-maispoki
15.847 kr.
kassi-af-þykkari-holdupokanum