
Flokkun og endurvinnsla fyrir heimili og húsfélög
Við köllum lausnina okkar þriggja tunnu kerfi en þessi lausn hefur reynst afar vel allt frá því 2008 þegar Stykkishólmur, fyrst sveitarfélaga á Íslandi, tók ákvörðun um að allir íbúar myndu flokka heimilissorpið sitt. Síðan þá hafa fjölmörg sveitarfélög bæst í hópinn og þannig náð að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til sveitarfélaga um minnkun á sorpi sem fer til urðunar.
Þriggja tunnu kerfið samanstendur af:
- Grænni tunnu þar sem má setja allan pappír, bylgjupappa, plast og minni málmhluti s.s. niðursuðudósir, lok o.fl.
- Brúnni tunnu sem tekur við öllu lífrænu sorpi
- Grárri tunnu sem tekur við óendurvinnanlegu sorpi.