Flokkun og endurvinnsla fyrir heimili og húsfélög

Við köllum lausnina okkar þriggja tunnu kerfi en þessi lausn hefur reynst afar vel allt frá því 2008 þegar Stykkishólmur, fyrst sveitarfélaga á Íslandi, tók ákvörðun um að allir íbúar myndu flokka heimilissorpið sitt. Síðan þá hafa fjölmörg sveitarfélög bæst í hópinn og þannig náð að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til sveitarfélaga um minnkun á sorpi sem fer til urðunar.

Þriggja tunnu kerfið samanstendur af:

  • Grænni tunnu þar sem má setja allan pappír, bylgjupappa, plast og minni málmhluti s.s. niðursuðudósir, lok o.fl.
  • Brúnni tunnu sem tekur við öllu lífrænu sorpi
  • Grárri tunnu sem tekur við óendurvinnanlegu sorpi.

Flokkunartöflur fyrir Grænu tunnuna

55-65% flokkunarhlutfall á þremur mánuðum

Reynsla frá þeim sveitarfélögum sem notast við þriggja tunnu kerfi Íslenska Gámafélagsins hefur sýnt að urðun úrgangs hefur dregist saman frá fyrsta mánuði. Eftir tvo til þrjá mánuði er flokkunarhlutfallið ávallt komið í 55-65%. Í janúar árið 2008 tók Stykkishólmur, fyrst sveitarfélaga, af skarið þar sem allir íbúar hófu að flokka eftir kerfi Íslenska Gámafélagsins. Flokkunarhlutfallið í Stykkishólmi var 67% strax á fyrsta ári sem þýðir að 67% af heimilisúrgangi sveitarfélagsins fór í endurvinnslu en einungis 33% fór til urðunar. Í kjölfarið fylgdi fyrsta dreifbýlið á landinu, Flóahreppur svo og Skaftárhreppur stuttu síðar.

Því miður er ekki enn í boði fyrir heimili á höfuðborgarsvæðinu að flokka lífrænt sorp í brúnu tunnuna. Einstaklingum sem hafa áhuga á því að flokka lífrænt er bent á að skoða moltugerðartunnuna okkar.

Flokkunartöflur fyrir Brúnu tunnuna

Ýmsar handhægar leiðbeiningar

Ertu með spurningar?

Ekki hika við að senda okkur spurningar og/eða pælingar. Við svörum um hæl með lausn fyrir þig!

Koparslétta 22

162 Reykjavík 577 5757 [email protected]

Opið á skrifstofu

Virka daga: 8:00 - 16:00