Uncategorized

Yfirlýsing vegna myndbands sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum

Í myndbandi sem gengur á samfélagsmiðlum af sorphirðu Íslenska gámafélagsins í Kópavogi sést hvar sótt er í einn bíl pappír, pappi og plast. Réttu verklagi er fylgt við söfnunina.

Yfirlýsing frá Íslenska gámafélaginu

Í myndbandi sem gengur á samfélagsmiðlum af sorphirðu Íslenska gámafélagsins í Kópavogi sést hvar sótt er í einn bíl pappír, pappi og plast. Réttu verklagi er fylgt við söfnunina.

Í mörgum sveitarfélögum er unnið að aðgreiningu á pappír og plasti og á það við um Kópavog líka. Unnið er að innleiðingu þess kerfis og hluti af því er aðgreining í tunnur. Að auki fer svo fram flokkun hjá Íslenska gámafélaginu.

Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins:

„Við erum afar stolt af faglegu flokkunar- og endurvinnsluferli okkar. Ef rýnt er í myndbandið sem fór í umferð sést að ekki er verið að sækja almennan úrgang, heldur það efni sem áður fór í græntunnuna, sem víða þekkist.“

Gert er ráð fyrir að innleiðingu á nýju flokkunarkerfi í Kópavogi verði lokið innan átta vikna og verður þá sérsöfnun á úrgangsflokkunum fjórum sem undir eru, plastumbúðum, pappír og pappa, matarleifum og blönduðum úrgangi.

Frekari upplýsingar veitir Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins: 840-5740 og [email protected]

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá hvernig pappír og plast fer í gegnum flokkunarlínuna okkar í höfuðstöðvum okkar í Reykjavík

Tengdar greinar

Gjaldskrá hráefna október 2023

Vegna mikillar óvissu og sveiflu á mörkuðum fyrir endurvinnsluhráefni munu verð flokka vera endurskoðuð mánaðarlega.

Gjaldskrá hráefna september 2023

Vegna mikillar óvissu og sveiflu á mörkuðum fyrir endurvinnsluhráefni munu verð flokka vera endurskoðuð mánaðarlega.

Þess vegna flokkum við

Hefur þú séð hvernig urðunarstaður lítur út? Myndirnar í myndbandinu af urðunarstöðunum voru teknar í…