Fréttir Flokkað & skilað

Við kveðjum Grænu tunnuna!

Ný reglugerð tók gildi 1.janúar síðastliðinn um samræmt flokkunarkerfi um allt land.

Samræmt flokkunarkerfi um land allt er mikilvægt fyrir innleiðingu hringrásarhagkerfis á Íslandi og stórt framfaraskref í baráttunni gegn loftslagsvánni þar sem sýnt hefur verið fram á að sérsöfnun á hráefni leiði til meiri og betri flokkunar.

Með þessum lagabreytingum verður ekki hægt að bjóða upp á Grænu tunnuna lengur því söfnun í hana fellur ekki undir sérsöfnun á hráefni. Græna tunnan verður því fjarlægð í febrúar og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við sitt sveitafélag til að fá tunnur undir plast og pappír.

Græna tunnan hefur fylgt okkur frá árinu 2006 og þekkja íbúar sveitarfélaga sem við þjónustum hana vel sem og fyrirtæki og einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu. Í Grænu tunnuna hefur safnast gríðarlegt magn af hráefni sem hefur farið til endurvinnslu erlendis. Árið 2022 söfnuðust um 3400 tonn af endurvinnsluhráefni í Grænu tunnuna eða sem nemur 170 skipagámum!

Tengdar greinar

Hvað verður um pappír og pappa? (myndband)

Í meðfylgjandi myndbandi sést ferli frá innsöfnun pappírs og pappa að útflutningi til móttökuaðila erlendis.

Tilkynning vegna starfa okkar við sorphirðu á Álftanesi

Vegna þeirra umræðu sem hefur skapast vegna starfa okkar við sorphirðu frá heimilum á Álftanesi…

Tilkynning um gjaldskrárbreytingu á landsbyggðinni

Gjaldskrárbreytingar á hráefni og þjónustu.