Verðbreytingar árið 2022
Almenn hækkun á þjónustu og leigu gáma og íláta hefur orðið vegna vísitöluhækkunar (5,2%).

Almenn hækkun á þjónustu og leigu gáma og íláta hefur orðið vegna vísitöluhækkunar (5,2%). Þá hafa einnig orðið verðbreytingar á förgunar- og endurvinnslugjöldum. Þar sem Íslenska gámafélagið hóf útflutning á almennu sorpi til orkunýtingar í staðinn fyrir að urða það í Álfsnesi, urðunarstað Sorpu, getur fyrirtækið haldið verðinu fyrir þann flokk undir nýhækkuðum urðunargjöldum Sorpu. Það eru því góðar fréttir fyrir viðskiptavini ÍGF á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi að þessi úrgangsflokkur fer í mun betri farveg en urðun, með tilheyrandi umhverfislegum ávinningi og nú einnig fjárhagslegum ávinningi.
Tengdar greinar

Yfirlýsing vegna myndbands sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum
Í myndbandi sem gengur á samfélagsmiðlum af sorphirðu Íslenska gámafélagsins í Kópavogi sést hvar sótt…

Tilkynning – Götulokanir vegna leiðtogafundar Evrópuráðs
Viðskiptavinir ahugið! Breytingar á losunum vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu 16. og 17.maí n.k.