Flokkunarílát
H1026

Mattiussi moltugerðartunna, 310 ltr

  • 22.899 kr.

Um það bil 30-35% af heildarmagni sorps er lífrænn úrgangur sem má jarðgera. Afurð þess, moltan, nýtist sem næringarríkur áburður fyrir garðinn

Moltugerðartunnan er 310 lítra og hentar þeim sem vilja prófa sig áfram við moltugerð.

Breidd: 800 mm
Hæð: 920 mm
Dýpt: 800 mm

 

Jarðgerðarílátið er einkar heppilegt til heimajarðgerðar vegna góðrar hönnunar. Ílátið er framleitt úr endurvinnanlegu plasti og auðvelt í samsetningu. Það er með loki sem ver innihaldið gegn meindýrum og veðri. Að framanverðu er lok þar sem auðveldlega má taka moltuna út.Í miðju ílátsins er svo loftunarrör en það kemur í veg fyrir að moltan súrni og ólykt verði því þegar mikið af matarleifum eru jarðgerð verður moltan oft blaut í sér og aðgangur súrefnis slæmur. Með ílátinu kemur svo sérstakt áhald sem nota á þegar blanda skal moltunni til að auka súrefnisinnihald og hjálpa til við niðurbrot.

Í jarðgerðarílátið má setja
Ávexti, grænmeti, brauð, eggjaskurn, kaffi, te, pasta, hrísgrjón, matarafganga og garðaúrgang svo eitthvað sé nefnt

Í jarðgerðarílátið má ekki setja:
Bein, gler, málma, umbúðir, plast, olíur, spilliefni og ólífræn efni

Mikilvægt er að hafa stoðefni sem 1/3 af hluta þess sem fer í jarðgerðarílát.
Stoðefnin hjálpa til að halda réttu rakastigi á moltunni
Greinakurl, spænir, hálmur, dagblöð(niðurrifin í strimla), þurrt hey og eggjabakkar eru dæmi um stoðefni sem gott er að nota.

2 1