Um Íslenska Gámafélagið

Íslenska Gámafélagið var stofnað árið 1999 með það að markmiði að auka samkeppni á því sviði atvinnulífsins sem snýr að sorphirðu. Í dag starfa um 300 manns hjá Íslenska Gámafélaginu víða um land.

Starfsemin byggist að mestu leyti á sorphirðu og flokkun hjá fyrirtækjum og heimilum um allt land. Ferlið fer síðan eftir tegund úrgangsins hverju sinni, hvort um sé að ræða almennt óflokkað sorp sem sent er til orkuvinnslu erlendis urðunar eða endurvinnanlegt hráefni sem flokkað er í flokkunarstöðvum Íslenska Gámafélagsins og sent til endurvinnslu. Einnig sækir fyrirtækið lífrænan eldhúsúrgang, bæði á heimili í nokkrum sveitarfélögum og í fyrirtæki, og sér um jarðgerð á honum. Það hráefni sem Íslenska Gámafélagið sér ekki um úrvinnslu á er sent til annarra fyrirtækja sem sjá um að koma því í réttan farveg 

Í upphafi árs 2014 var spilliefnamóttaka standsett í höfuðstöðvum Íslenska Gámafélagsins í Gufunesi. Þar eru flokkuð þau spilliefni sem koma inn á svæðið og þeim fundin réttur úrvinnslufarvegur. Árið 2012 fékk Íslenska Gámafélagið leyfi til að flytja út rafgeyma til endurvinnslu. Rafgeymar og önnur spilliefni eru geymd og meðhöndluð í samræmi við lögbundnar kröfur og skilyrði starfsleyfis. 

Íslenska Gámafélagið vinnur samkvæmt gæða- og umhverfisstjórnunarkerfi sem uppfyllir kröfur ISO 9001 og 14001.

Jafnlaunavottun IST 852012
Vottun ISO 9001-2015
Vottun ISO 14001-2015

Þjónustusvið okkar

Þjónustusviðið spannar alla þætti almennrar sorphirðu, frá innsöfnun á heimilissorpi til söfnunar og flutnings á spilliefnum. Auk þess býður fyrirtækið upp á ráðgjöf og fræðslu á sviði endurvinnslu og flokkunarmála, vinnuvélaflutninga, leigu á vinnuskúrum, þurrsalernum, hálkueyðingu ásamt götusópun.  

 

Við þjónustum marga

Íslenska Gámafélagið sér um að þjónusta flestar móttökustöðvar Sorpu, ásamt því að þjónusta rúmlega 3000 önnur fyrirtæki. Á einstaklingsmarkaði þjónustar Íslenska Gámafélagið yfir 100.000 heimili og erum við eitt stærsta þjónustufyrirtækið á sviði sorphirðu fyrir einstaklinga á landinu í dag. 

Saga fyrirtækisins

1999

Íslenska Gámafélagið stofnað

Íslenska Gámafélagið var stofnað árið 1999 með það að markmiði að auka samkeppni á því sviði atvinnulífsins sem snýr að sorphirðu.

2002

Samruni

ÍGF sameinast Norðlenska Gámafélaginu og eignast HSS heildsölu

2003-2006

Fleiri samrunar og eignarhöld

Vélamiðstöð Reykjavíkur, Sorphirðar ehf., Njarðtak sf, Almenna umhverfisþjónustan ehf, Gáma-og tækjaleika Austurlands, Tómas Sigurðsson og Gámaþjónusta Vestmannaeyja.

2008

Umhverfisviðurkenning umhverfisráðuneytisins

Íslenska Gámafélagið hlaut Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, sem var afhentur á málþingi um græn störf á degi umhverfisins 2008.

2010-2011

Fyrirtæki ársins

ÍGF hlaut viðurkenningu VR Fyrirtæki Ársins 2010 og 2011 og jafnframt fyrsta fyrirtækið til að hljóta verðlaunin tvisvar

2012

ISO14001 og ISO 9001

Íslenska Gámafélagið hlýtur vottanir BSI, ISO 14001 og 9001

2013

Jafnlaunavottun VR

ÍGF er fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að fá jafnlaunavottun VR

2016

Framúrskarandi fyrirtæki

Íslenska Gámafélagið fær í fyrsta skipti viðurkenningu Credit Info sem framúrskarandi fyrirtæki.

2017

Nýjar höfuðstöðvar

Vélamiðstöðin er fyrsta eining fyrirtækisins til að flytja að Esjurótum þar sem nýjar höfuðstöðvar Íslenska Gámafélagsins eru í byggingu.

2019

Útflutningur

Við hófum útflutning á almennu sorpi til orkuvinnslu árið 2019. Með þessu minnkum við það magn sorps sem fer í urðun hér á landi og orkan úr sorpinu nýtist til húshitunar erlendis.

Skrifstofur okkar og lífdísel framleiðsla fluttu upp á Esjumela þar sem nýjar höfuðstöðvar okkar eru í byggingu.

Hugsum áður en við hendum!