Fréttir

Tilkynning vegna starfa okkar við sorphirðu á Álftanesi

Vegna þeirra umræðu sem hefur skapast vegna starfa okkar við sorphirðu frá heimilum á Álftanesi viljum við koma á framfæri eftirfarandi skilaboðum. 

Vegna þeirra umræðu sem hefur skapast vegna starfa okkar við sorphirðu frá heimilum á Álftanesi viljum við koma á framfæri eftirfarandi skilaboðum. 

 

Við hjá Íslenska gámafélaginu fögnum öllum ábendingum er varða störf okkar við sorphirðu og vinnulag.  Undanfarið hafa okkur borist tilkynningar um hugsanleg tengsl milli innbrota á Álftanesi og sorphirðu á svæðinu. 

 

Málið hefur verið skoðað og rannsakað bæði af okkar hálfu og eins af hálfu lögreglu undarfarna daga og báðir aðilar hafa komist að þeirri  niðurstöðu um engin tengsl eru á milli ferða starfmanna Íslenska gámafélagsins og innbrota á Álftanesi.  Hins vegar eru ábendingar íbúa Álftaness um vinnulag teknar alvarlega og ítrekað við starfmenn að þeir stytti sér ekki leið um einkalóðir fólks. 

 

Með kæri þökk

Jón Þórir Frantzson

Forstjóri Íslenska gámafélagsins ehf.

Tengdar greinar

Hvað verður um pappír og pappa? (myndband)

Í meðfylgjandi myndbandi sést ferli frá innsöfnun pappírs og pappa að útflutningi til móttökuaðila erlendis.

Tilkynning um gjaldskrárbreytingu á landsbyggðinni

Gjaldskrárbreytingar á hráefni og þjónustu.

Tilkynning um gjaldskrárbreytingu

Gjaldskrárbreytingar á hráefni og þjónustu.