Tilkynning um breytingu á gjaldskrá
SORPA bs. hefur tilkynnt að hætt verði að urða í Álfsnesi fyrir árslok 2023 og að því fylgi umtalsverðar gjaldskrárhækkanir. Þær breytingar munu óhjákvæmilega hafa áhrif á gjaldskrá ÍGF og verða auglýstar síðar.

Nú hefur Sorpa tilkynnt að hætt verði að urða í Álfsnesi fyrir árslok 2023. Við hjá Íslenska gámafélaginu fögnum þessu enda höfum við lengi talað fyrir því að hætt verði að urða almennan úrgang á Íslandi, því til er mun betri farvegur fyrir þennan úrgangsflokk sem er meira í anda hringrásarhagkerfisins.
ÍGF hóf útflutning á almennu sorpi til orkuvinnslu árið 2019 og hefur lítið sem ekkert almennt sorp frá fyrirtækinu verið urðað í Álfsnesi síðan þá. Þessar breytingar hjá Sorpu hafa því ekki áhrif á það hvernig ÍGF meðhöndlar þennan úrgangsflokk.
Útflutningurinn hefur gengið vel og er útlit fyrir að heildarmagn almenns sorps sem fer í orkuvinnslu frá ÍGF árið 2020 verði 15þúsund tonn. Almenna sorpið okkar hefur því hitað upp mörg hús í Noregi, Hollandi og Danmörku yfir þetta tímabil.
Þá hefur SORPA bs. einnig auglýst umtalsverðar gjaldskrárhækkanir en þær breytingar munu óhjákvæmilega hafa áhrif á gjaldskrá ÍGF en þær verða auglýstar frekar síðar.
ÍGF heldur því áfram að hvetja viðskiptavini sína til dáða og flokka meira og betur og halda þannig bæði hringrásarkerfinu gangandi ásamt því að halda úrgangskostnaði sem lægstum.

Tengdar greinar

Yfirlýsing vegna myndbands sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum
Í myndbandi sem gengur á samfélagsmiðlum af sorphirðu Íslenska gámafélagsins í Kópavogi sést hvar sótt…

Tilkynning – Götulokanir vegna leiðtogafundar Evrópuráðs
Viðskiptavinir ahugið! Breytingar á losunum vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu 16. og 17.maí n.k.