
Framhlaðningsgámar
Framhlaðningsgámar eru algengir hjá fyrirtækjum í langtímaleigu þar sem ekki er pláss fyrir tunnugerði eða þegar tunnur og kör duga ekki til. Þessir gámar henta vel undir almennt sorp, endurvinnanlegt hráefni og bylgjupappa. Framhlaðningsgámarnir fást í ýmsum stærðum og eru alltaf jafn breiðir, en hæðin og dýptin breytist á milli stærða. Á 6m³ og 8m³gámunum eru hliðarhurðir. Framhlaðningsgámar eru losaðir á örskotsstundu með framhlaðningsbílum
- 2m³
- 4m³
- 6m³ með hliðarhurðum
- 8m³ með hliðarhurðum