Framhlaðningsgámar

Framhlaðningsgámar eru algengir hjá fyrirtækjum í langtímaleigu þar sem ekki er pláss fyrir tunnugerði eða þegar tunnur og kör duga ekki til. Þessir gámar henta vel undir almennt sorp, endurvinnanlegt hráefni og bylgjupappa. Framhlaðningsgámarnir fást í ýmsum stærðum og eru alltaf jafn breiðir, en hæðin og dýptin breytist á milli stærða. Á 6m³ og 8m³gámunum eru hliðarhurðir. Framhlaðningsgámar eru losaðir á örskotsstundu með framhlaðningsbílum 

  • 2m³ – 1,9m x 1m x 1,2m
  • 4m³ – 1,9m x 1,5m x 1,55m
  • 6m³ með hliðarhurðum – 1,9m x 2,87m x 2,25m
  • 8m³ með hliðarhurðum – 1,9m x 3,57m x 2,25m

MIDI gámur

Þegar tunnur eða kör duga ekki til þá geta Midi gámar verið hagkvæmur kostur. Midi gámar eru losaðir með afturhlaðningsbílum sem í daglegu tali eru kallaðir ruslabílar og henta því vel á landsbyggðinni þar sem framhlaðningsbílar eru af skornum skammti.

  • 5m³
  • 10m³
  • 12m³

Lokaður krókgámur

Lokaðir krókgámar eru leigðir út til lengri eða skemmri tíma og henta vel fyrir flest allan úrgang, en algengt er að nota þá undir almennt sorp eða endurvinnanlegt hráefni. Lokaðir krókgámar eru sóttir með krókabílum og losaðir á næstu starfsstöð okkar. Við höfum yfir að ráða lokuðum krókgámum í stærðum frá 10m³ til 35m³og eru þeir allir 5-6m á lengd en mis háir eftir stærð. Það eru 2-3 læsanlegar hurðir á hvorri hlið en það fer eftir stærð þeirra. 

  • 10m³-25m³
  • 5m-6m á lengd og mis háir eftir stærð
  • 2-3 læsanlegar hurðir á hvorri hlið
Pressugámur Íslenska Gámafélagsins - Til leigu á igf.is

Pressugámur

Pressugámar eru notaðir til þess að minnka rúmmál sorps og henta því vel þar sem mikið magn af úrgangi fellur til. Pressugámar henta vel fyrir almennt sorp og bylgjupappa. Pressugámar eru sóttir með krókabílum og losaðir á næstu starfsstöð okkar og svo skilað aftur. Algengast er að pressugámar séu í kringum 18m³-20m³. 

  •  18m³-20m³

Opinn krókgámur

Krókgámar eru ýmist opnir eða lokaðir og í mörgum stærðum. Opnir krókgámar eru oftast leigðir til skemmri tíma og henta vel undir rusl vegna framkvæmda sem dæmi. Einnig eru þeir oft notaðir á byggingarsvæðum fyrir timbur, járn og annað sem fellur til. Við bjóðum einnig upp á jarðvegsskúffur fyrir garðaúrgang. Krókgámar eru sóttir með krókabílum og losaðir á næstu starfsstöð okkar. Við höfum yfir að ráða opnum krókgámum í stærðum frá 10m³ til 35m³ og eru þeir allir 5m-6m á lengd en mis háir. 

  • 10m³ til 35m³
  • 5m-6m á lengd en mis háir
1100:660 ltr kar Íslenska Gámafélagið

1100 lítra kar

1100lítra kar hentar vel þar sem mikið af úrgangi fellur til. Körin eru á 4 hjólum og auðvelt að færa þau til. 1100 ltr kar er jafn breitt og 660ltr kar en dýptin er meiri og kemst það því ekki í gegnum venjulegt hurðarop.

Dýpt: 1,1m Breidd: 1,28m  Hæð: 1,2m

1100:660 ltr kar Íslenska Gámafélagið

660 lítra kar

660lítra kar hentar vel þar sem 240 lítra tunna er ekki nóg. Körin eru á 4 hjólum og auðvelt að færa þau til. 660ltr kar er hægt að hafa inni og kemst auðveldlega í gegnum venjulegt hurðarop. 

Dýpt: 0,8m  Breidd: 1,28m  Hæð: 1,1m

240 ltr tunna Íslenska Gámafélagið

240 ltr tunna

240 lítra er hin hefðbundna stærð af ruslatunnu.

Dýpt: 0,8m Breidd: 0,7m Hæð: 1,1m

140 ltr tunna Íslenska Gámafélagið

140 ltr tunna

140ltr tunnurnar okkar eru undir matarleifar. Ekki er ráðlagt að hafa tunnurnar stærri en þetta vegna þyngdar lífræna úrgangsins. Mikilvægt er að allur lífræni úrgangurinn sé í jarðgeranlegum pokum.

Dýpt: 0,7m Breidd: 0,6m Hæð: 1,1m

120 lítra tunna

120ltr tunnu er hægt að hafa inni eða úti þar sem lítið af úrgangi fellur til, í sumarbústöðum sem dæmi.

Dýpt: 0,7m Breidd: 0,6m Hæð: 1m

Hafa samband

Ekki viss um hvaða lausn hentar þér best? Hafðu samband og við svörum um hæl með lausn fyrir þig!

Kalkslétta 1

162 Reykjavík 577 5757 [email protected]

Opið á skrifstofu

Virka daga: 8:00 - 16:00