
Sorphirða fyrirtækja
Umhverfisvitund Íslendinga hefur aukist mikið á undanförnum árum og leggja mörg fyrirtæki mikinn metnað í flokkun til endurvinnslu. Flokkun og endurvinnsla stuðla að hringrás hráefnisins, spara orku, draga úr mengun og minnkar ágang á auðlindir jarðar, eins og olíu, kol og vatn ásamt því sem förgunarkostnaður fer hækkandi. Ávinningur af flokkun er því bæði umhverfislegur og fjárhagslegur fyrir fyrirtæki.