Sorphirða fyrirtækja

Umhverfisvitund Íslendinga hefur aukist mikið á undanförnum árum og leggja mörg fyrirtæki mikinn metnað í flokkun til endurvinnslu. Flokkun og endurvinnsla stuðla að hringrás hráefnisins, spara orku, draga úr mengun og minnkar ágang á auðlindir jarðar, eins og olíu, kol og vatn ásamt því sem förgunarkostnaður fer hækkandi. Ávinningur af flokkun er því bæði umhverfislegur og fjárhagslegur fyrir fyrirtæki.

Sorphirða sveitarfélaga

Í upphafi árs 2023 var komið á samræmdu flokkunarkerfi fyrir endurvinnslu og meðhöndlun sorps á Íslandi. Þetta er mikilvægt fyrir innleiðingu hringrásarhagkerfis á Íslandi og stórt framfaraskref þar sem sýnt hefur verið fram á að sérsöfnun á hráefni leiði til meiri og betri flokkunar. Nýja flokkunarkerfið byggir á sérsöfnun á eftirfarandi flokkum við íbúðarhús: pappír/pappi, plast, matarleifar og blandaður úrgangur. Íslenska gámafélagið hefur aðstoðað fjölmörg sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir um land allt við innleiðingu á nýja flokkunarkerfinu.

Umhverfissvið

Umhverfissvið Íslenska gámafélagsins var stofnað í byrjun árs 2007 með það að sjónarmiði að veita viðskiptavinum faglega ráðgjöf í umhverfismálum ásamt því að efla umhverfisvitund fyrirtækisins og viðskiptavina þess. Starfsemi umhverfissviðs hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum vegna aukins áhuga fólks á flokkun og endurvinnslu og einnig vegna aukinna krafa varðandi úrgangsmál frá stjórnvöldum.

Á umhverfissviði ÍGF starfa sérfræðingar sem taka að sér ýmsa þjónustu fyrir viðskiptavini, eins og t.d:

  • Flokkunarráðgjöf og úttekt
    • Aðstoð við að setja flokkunarmarkmið fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga og tillögur um hvernig sé best að ná þeim.
    • Úttekt á úrgangsmálum fyrirtækja og stofnana og ráðgjöf varðandi flokkunarílát og staðsetningar þeirra.
  • Fræðsluerindi
    • Áhersla á mikilvægi flokkunar og flokkunarkerfið á staðnum kynnt.
    • Tilgangur fræðslunnar er að hvetja starfsfólk til flokkunar á jákvæðan hátt þannig að allir séu meðvitaðir um fyrirkomulag og tilgang flokkunarinnar.
  • Árangursskýrslur
    • Skýrslur sem snúast um flokkunarárangur fyrirtækja, stofnana eða sveitarfélaga.
  • Flokkunarhandbækur
    • Handbækur með flokkunarleiðbeiningum fyrir fyrirtæki, stofnanir eða sveitarfélög þar sem farið er yfir mikilvægi flokkunar, flokkunarkerfið kynnt. Einnig er möguleiki á að bæta við flokkunarárangri og/eða umfjöllun um verkefni sem hafa með úrgangsmál og/eða flokkun og endurvinnslu að gera.
  • Sorpgreiningar
    • Greining á innihaldi Grænu og Gráu tunnunnar til að kanna hvort flokkað sé rétt í körin og hvort flokkunarhráefni sé hent með almennu sorpi.

Sendu okkur línu á [email protected] ef þú vilt taka flokkunarmálin föstum tökum með aðstoð sérfræðinga okkar.

Umhverfissvið

Umhverfisráðgjöf

[email protected]

Senda fyrirspurn

"*" indicates required fields

Íslenska gámafélagið er á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins
There has been a problem with your Instagram Feed.