Sorphirða fyrirtækja

Umhverfisvitund Íslendinga hefur aukist mikið á undanförnum árum og leggja mörg fyrirtæki mikinn metnað í flokkun til endurvinnslu. Flokkun og endurvinnsla stuðla að hringrás hráefnisins, spara orku, draga úr mengun og minnkar ágang á auðlindir jarðar, eins og olíu, kol og vatn ásamt því sem förgunarkostnaður fer hækkandi. Ávinningur af flokkun er því bæði umhverfislegur og fjárhagslegur fyrir fyrirtæki.

Sorphirða sveitarfélaga

Þriggja tunnu kerfið er lausn sem ÍGF hefur boðið upp á frá 2008, þegar Stykkishólmur tók af skarið og var fyrst allra sveitarfélaga á Íslandi til að innleiða flokkun á heimilissorpi.  Síðan þá hafa fjölmörg sveitarfélög bæst í hópinn og þannig náð að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til sveitarfélaga um minnkun á sorpi sem fer til urðunar. Langflestir íbúar fagna að fá möguleika til flokka meira.

Þriggja tunnu kerfið samanstendur af:

 • Grænni tunnu þar sem má setja allan pappír, bylgjupappa, plastumbúðir og minni málmhluti s.s. niðursuðudósir, lok o.fl.
 • Brúnni tunnu sem tekur við öllum lífrænum eldhúsúrgangi eins og matarafgöngum, kaffikorgi og kaffifilterum.
 • Grárri tunnu sem tekur við óendurvinnanlegu sorpi.

Umhverfissvið

Umhverfissvið Íslenska gámafélagsins var stofnað í byrjun árs 2007 með það að sjónarmiði að veita viðskiptavinum faglega ráðgjöf í umhverfismálum ásamt því að efla umhverfisvitund fyrirtækisins og viðskiptavina þess. Starfsemi umhverfissviðs hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum vegna aukins áhuga fólks á flokkun og endurvinnslu og einnig vegna aukinna krafa varðandi úrgangsmál frá stjórnvöldum.

Á umhverfissviði ÍGF starfa sérfræðingar sem taka að sér ýmsa þjónustu fyrir viðskiptavini, eins og t.d:

 • Flokkunarráðgjöf og úttekt
  • Aðstoð við að setja flokkunarmarkmið fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga og tillögur um hvernig sé best að ná þeim.
  • Úttekt á úrgangsmálum fyrirtækja og stofnana og ráðgjöf varðandi flokkunarílát og staðsetningar þeirra.
 • Fræðsluerindi
  • Áhersla á mikilvægi flokkunar og flokkunarkerfið á staðnum kynnt.
  • Tilgangur fræðslunnar er að hvetja starfsfólk til flokkunar á jákvæðan hátt þannig að allir séu meðvitaðir um fyrirkomulag og tilgang flokkunarinnar.
 • Árangursskýrslur
  • Skýrslur sem snúast um flokkunarárangur fyrirtækja, stofnana eða sveitarfélaga.
 • Flokkunarhandbækur
  • Handbækur með flokkunarleiðbeiningum fyrir fyrirtæki, stofnanir eða sveitarfélög þar sem farið er yfir mikilvægi flokkunar, flokkunarkerfið kynnt. Einnig er möguleiki á að bæta við flokkunarárangri og/eða umfjöllun um verkefni sem hafa með úrgangsmál og/eða flokkun og endurvinnslu að gera.
 • Sorpgreiningar
  • Greining á innihaldi Grænu og Gráu tunnunnar til að kanna hvort flokkað sé rétt í körin og hvort flokkunarhráefni sé hent með almennu sorpi.

Sendu okkur línu á [email protected] ef þú vilt taka flokkunarmálin föstum tökum með aðstoð sérfræðinga okkar.

Umhverfissvið

Umhverfisráðgjöf

[email protected]

Senda fyrirspurn

"*" indicates required fields

Íslenska gámafélagið er á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins
There has been a problem with your Instagram Feed.