djúpgámar í 3 stærðum

Hvað er djúpgámur?

Djúpgámar eru 3-5 rúmmetra  gámar sem eru að mestu grafnir ofan í jörðina þannig að eingöngu toppurinn stendur upp úr jörðinni. Utan um gámana er steypueining sem auðveldar mjög niðursetningu, við losun á gámunum kemur upp öryggisgrind  í kringum opið til þess að minnka slysahættu. Topparnir eru með mismundandi stærðum, opum og litum sem fer eftir hvað á að flokka í þá. Topparnir sem Íslenska gámafélagði flytur inn er allir tilbúnir fyrir Assa læsingar og með anti graffiti vörn sem auðveldar þrif eftir krot.

Afhverju að velja djúpgáma?

Með því að grafa gáminn niður í jörðina ertu að lámarka svæðið en hámarka söfnunina, topparnir eru mjög snyrtilegir og falla þannig vel inn í umhverfið. 
Gámarnir nota jarðveginn í kringum sig til að halda köldu hitastigi í gámnum og minnka þar af leiðandi lyktarmengun, hættu á meindýrum, flugum og annari óværu.  Með því að vera með stærri gáma þá minnkar þú líkamlega vinnu við losun og þannig lækkar þú kostnað við sorphirðu. 

Viljir þú kynna þér djúpgáma betur, þá eru sölumenn Íslenska Gámafélagsins þér innan handar

Söludeild

Sala og ráðgjöf

[email protected]