
Hvað er djúpgámur?
Djúpgámar eru 3-5 rúmmetra gámar sem eru að mestu grafnir ofan í jörðina þannig að eingöngu toppurinn stendur upp úr jörðinni. Utan um gámana er steypueining sem auðveldar mjög niðursetningu, við losun á gámunum kemur upp öryggisgrind í kringum opið til þess að minnka slysahættu. Topparnir eru með mismundandi stærðum, opum og litum sem fer eftir hvað á að flokka í þá. Topparnir sem Íslenska gámafélagði flytur inn er allir tilbúnir fyrir Assa læsingar og með ”anti graffiti” vörn sem auðveldar þrif eftir krot.