Fréttir

Styrkir úr dósasjóði ÍGF 2020

Barnaspítali Hringsins og Björgunarsveitin Ísólfur fá styrk úr dósasjóði ÍGF 2020

Við styrkjum ýmis samfélagsleg verkefni á ári hverju og leggjum jafnframt ríka áherslu á að styrkja íþróttastarf í þeim sveitarfélögum sem við þjónustum. Við höfum yfir að ráða svokölluðum dósasjóði en í hann safnast allar þær flöskur og dósir sem við söfnum frá viðskiptavinum okkar. Sjóðurinn rennur oftast allur óskiptur til Barnaspítala Hringsins og hefur gert síðastliðin 20 ár.

Í ár er sjóðurinn mun minni en venjulega vegna þess að færri flöskur og dósir féllu til hjá viðskiptavinum okkar þetta árið vegna allskyns takmarkana og minni sölu vegna faraldurs covid-19.

Við höfum ákveðið að styrkja Barnaspítalann þetta árið um 1.000.000kr úr dósasjóði okkar.

Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði stendur í ströngu þessa dagana vegna skriðufallanna og  styrkjum við sveitina um 1.000.000kr.

Tengdar greinar

Hvað verður um pappír og pappa? (myndband)

Í meðfylgjandi myndbandi sést ferli frá innsöfnun pappírs og pappa að útflutningi til móttökuaðila erlendis.

Tilkynning vegna starfa okkar við sorphirðu á Álftanesi

Vegna þeirra umræðu sem hefur skapast vegna starfa okkar við sorphirðu frá heimilum á Álftanesi…

Tilkynning um gjaldskrárbreytingu á landsbyggðinni

Gjaldskrárbreytingar á hráefni og þjónustu.