Söfnunarátak á raftækjum í október

Þann 14. október er alþjóðlegt söfnunarátak á raftækjum til endurvinnslu á vegum WEEE forum. Við hjá Íslenska gámafélaginu tökum að sjálfsögðu þátt í því. Á síðasta ári komum við fyrir sérstökum söfnunarkassa í Stykkishólmi þar sem fólk gat losað sig við smáraftæki, rafhlöður og ljósaperur. Það heppnaðist mjög vel og við stefnum á að koma þannig söfnunarkössum fyrir á fleiri stöðum á landinu.
Í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins verður framlag okkar með breyttu sniði í ár til að forðast hópamyndanir og snertingu. Við ætlum að vera dugleg að birta fróðleiksmola um mikilvægi endurvinnslu raftækja á samfélagsmiðlum fyrirtækisins og hvetja fólk til þess að skila raftækjum inn til endurvinnslu á gámasvæðið í sínu hverfi eða sveitarfélagi í október.

Af hverju að flokka raftæki sérstaklega?
Raftæki innihalda spilliefni og því er mikilvægt að ónýtum raftækjum sé ekki hent í ruslið því þá enda þau í urðun. Raftæki innihalda líka verðmæta málma sem með endurvinnslu er hægt að nýta áfram og því enn mikilvægara að koma ónýtum raftækjum í endurvinnslu. Á Íslandi falla til árlega um 7.200 tonn af raftækjum og eingöngu 37% af þeim skila sér til endurvinnslu. Það þýðir að bæði að dýrmæt efni, eins og gull, silfur, ál og járn tapast úr hringrásarhagkerfinu. Við getum gert betur!

Pappaöskjur fyrir rafhlöður
Þessar pappaöskjur henta einstaklega vel til að safna gömlum rafhlöðum saman á heimilum. Þegar askjan er full má koma með hana á gámasvæðin okkar eða skila þeim á næstu Olís stöð.
Pappaöskjurnar getur þú nálgast endurgjaldslaust á starfsstöðvum okkar.
Starfsstöðvar okkar finnur þú hér ásamt opnunartíma þeirra.

Tengdar greinar

Gjaldskrá hráefna október 2023
Vegna mikillar óvissu og sveiflu á mörkuðum fyrir endurvinnsluhráefni munu verð flokka vera endurskoðuð mánaðarlega.

Gjaldskrá hráefna september 2023
Vegna mikillar óvissu og sveiflu á mörkuðum fyrir endurvinnsluhráefni munu verð flokka vera endurskoðuð mánaðarlega.

Þess vegna flokkum við
Hefur þú séð hvernig urðunarstaður lítur út? Myndirnar í myndbandinu af urðunarstöðunum voru teknar í…