Hættum að urða

Skýrsla Resource International

Ný skýrsla um umhverfisáhrif þess að hætta urðun úrgangs

Umhverfisávinningurinn sem fæst með því að flytja sorp til brennslu í orkuveri í Evrópu jafngildir því að nærri 107 þúsund bílar hverfi af götunum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið ReSource International vann að beiðni Íslenska gámafélagsins. Á Íslandi eru núna um 168 þúsund bensíndrifnar bifreiðar í umferð.
Þá kemur fram að út frá sjónarmiðum umhverfisverndar sé betra að nýta hráefni til orkuframleiðslu erlendis en að gera það hér heima og að sorpbrennsla til orkunýtingar sé töluvert vænlegri kostur heldur en urðun þegar litið er til koltvísýringslosunar.

 

„Í ljósi misvísandi umræðu um ólíkar leiðir við förgun úrgangs og fullyrðinga um að best færi á því að leysa þessi mál alfarið innanlands fannst okkur mikilvægt að kalla eftir óháðu sérfræðiáliti þar sem farið væri vandlega yfir kostina. Við viljum leita þeirra leiða sem bestar eru fyrir umhverfið. Skýrslan staðfestir það sem við vissum að það er umhverfisvæn leið að flytja það rusl sem ekki er hægt að endurvinna hér heima til brennslu í orkuvinnslu erlendis. Við erum þegar byrjuð að flytja út óflokkanlegt hráefni til orkunýtingar. Á næsta ári fara þessa leið um 30 þúsund tonn frá viðskiptavinum okkar, sem jafngildir því að taka 13.500 bíla af götunum. Og það er hægt að gera enn betur.“
Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins

Skýrslan staðfestir það sem við vissum að það er umhverfisvæn leið að flytja það rusl sem ekki er hægt að endurvinna hér heima til brennslu í orkuvinnslu erlendis

Í skýrslu ReSource er bent á að brennslustöðvar sem framleiði orku geri það ýmist í formi rafmagns eða hita, svo sem með því að hita vatn inn á hitaveitukerfi. „Framleiðsla orku í brennslustöðvum erlendis dregur úr þörf á annarri orkuframleiðslu, t.d. með brennslu kola. Það er stefna hjá flestum Evrópulöndum að draga verulega úr notkun á kolum, vegna þess að þau menga jafnan hvað mest við orkuframleiðslu samanborið við aðrar aðferðir,“ segir í þar. „Ef byggð væri brennslustöð á Íslandi til orkuframleiðslu kæmi sú orka í staðinn fyrir t.d vatnsaflsorku, sem er einn umhverfisvænsti orkugjafi sem völ er á. Ef notuð er brennslustöð sem ekki framleiðir orku flokkast sú meðhöndlun sem förgun en hún telst versti kosturinn miðað við þá forgangsröðun um meðhöndlun úrgangs sem miðað er við hér.“

Tengdar greinar

Gjaldskrá hráefna í desember 2023

Vegna mikillar óvissu og sveiflu á mörkuðum fyrir endurvinnsluhráefni munu verð flokka vera endurskoðuð mánaðarlega.

Gjaldskrá hráefna nóvember 2023

Vegna mikillar óvissu og sveiflu á mörkuðum fyrir endurvinnsluhráefni munu verð flokka vera endurskoðuð mánaðarlega.

Samstarfsverkefni ÍGF og Dropp

Í tilefni af alþjóðlegum söfnunardegi á raftækjum þann 14. október hafa Íslenska gámafélagið og Dropp…