Fréttir Endurvinnsla

Skýrsla ÍGF um endurvinnslu á fernum

Þessi skýrsla er gerð í þeim tilgangi að fræða neytendur um endurvinnslu á fernum og mikilvægi þess að halda áfram að skola og flokka fernur. Í skýrslunni er efninu sem safnast í pappírstunnuna fylgt eftir, frá söfnun að endurvinnslu, og farið yfir þann umhverfislega ávinning sem fæst af því að endurvinna fernur frekar en að urða þær.

Blandaður pappír fer í endurvinnslu erlendis

Vegna umræðu um endurvinnslu- og endurnýtingarferli ferna vill Íslenska gámafélagið taka fram að allur blandaður pappír sem fyrirtækið safnar, þar á meðal fernur, fer í endurvinnslu.

Móttökuaðilar Íslenska gámafélagsins hafa staðfest að allur blandaður pappír sem þeir fá frá Íslenska gámafélaginu fer í endurvinnsluferli. Hráefnið í endurvinnsluna er allt selt til mismunandi pappírsframleiðenda sem endurvinna hráefnið sem kemur frá Íslenska gámafélaginu.

„Í yfirlýsingum frá okkar móttökuaðilum höfum við fengið staðfest það sem við töldum okkur vita fyrir um að blandaður pappír frá okkur færi í rétt endurvinnsluferli. Auðvitað er gott að fá þessa fullvissu og nauðsynlegt að geta staðfest við fólk að rétt sé staðið að hlutum. Við hjá Íslenska gámafélaginu berum fullt traust til Úrvinnslusjóðs til að fylgja þessum málum eftir og hvetjum fólk til að slá hvergi af við endurvinnslu, samfélaginu og heiminum öllum til hagsbóta,“ segir Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins.

Allur blandaður pappír sem móttökuaðilar taka við frá Íslenska gámafélaginu fer í gerð pappírsmauks sem svo verður að endurunnum pappír hjá pappírsframleiðendunum sem móttökuaðilarnir eiga í viðskiptum við. Hrat sem til verður í endurvinnsluferlinu er svo notað til að framleiða orku sem nýtist í verkferlum pappírsverksmiðjanna.

Hjá Íslenska gámafélaginu eru fernur flokkaðar með í þann flokk pappírs sem kallaður er blandaður pappír. Tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að Íslenska gámfélagið flokki fernur frá öðrum pappír en aldrei hefur sú ósk komið frá móttökuaðilum erlendis þar sem margir þeirra telja að jafnvel þó að endurvinnsluhlutfall ferna sé ekki sambærilegt og t.d. ýmissa ósamsettra umbúða þá séu þær góðar sem lítið hlutfall í pappírsmaukinu þar sem trefjar þeirra eru mjög sterkar og góðar og hafi því góð áhrif á gæði hráefnisins.

Til enn frekari glöggvunar á því hvernig ferlið frá fernu til endurvinnslu fer fram þá má finna skýrslu um það hér að neðan

Tengdar greinar

Hvað verður um pappír og pappa? (myndband)

Í meðfylgjandi myndbandi sést ferli frá innsöfnun pappírs og pappa að útflutningi til móttökuaðila erlendis.

Tilkynning vegna starfa okkar við sorphirðu á Álftanesi

Vegna þeirra umræðu sem hefur skapast vegna starfa okkar við sorphirðu frá heimilum á Álftanesi…

Tilkynning um gjaldskrárbreytingu á landsbyggðinni

Gjaldskrárbreytingar á hráefni og þjónustu.