Samstarfsverkefni ÍGF og Dropp
Í tilefni af alþjóðlegum söfnunardegi á raftækjum þann 14. október hafa Íslenska gámafélagið og Dropp tekið höndum saman við að safna notuðum raftækjum.

Áætlað er að árlega falli til rúmlega 7.000 tonn af raftækjaúrgangi á Íslandi en einungis 30-40% skilar sér til endurvinnslu. Við teljum að mikið magn af ónothæfum raftækjum og snúrum liggi heima hjá fólki sem hægt væri að koma í réttan farveg.
Starfsmenn Dropp bjóða viðskiptavinum sem fá vörur í heimsendingu að skila smáraftækjum í leiðinni. Starfsmaður Dropp tekur við raftækjunum og skilar í vöruhús Dropp þar sem ÍGF sækir raftækin og kemur þeim til endurvinnslu. Þannig nýtast ferðir Dropp með vörur í að safna raftækjum til endurvinnslu.
Þessi þjónusta er endurgjaldslaus fyrir viðskiptavini Dropp og mun vera í boði í viku frá og með 14. október til og með 21. október.
Mikilvægt er að hafa raftækin tilbúin þegar starfsmaður Dropp kemur. Einungis er hægt að skila litlum raftækjum, t.d. símum, snúrum, tölvum, hárblásurum o.fl. en ekki stórum raftækjum eins og ísskápum og þvottavélum. Stærri raftækjum má skila á næsta gámasvæði.
Hvað gerir Dropp?
Dropp er leiðandi fyrirtæki í afhendingu á vörum fyrir vefverslanir á Íslandi. Hjá Dropp færð þú vöruna afhenta með umhverfisvænum hætti. Allar sendingar eru kolefnishlutlausar og allir sendibílar Dropp á höfuðborgarsvæðinu eru rafmagnsbílar.
Sjá meira á heimasíðu Dropp

Hvað verður um raftækin?
Íslenska gámafélagið flokkar raftækin hjá sér og kemur til endurvinnslu erlendis, ýmist í Hollandi eða í Svíþjóð. Raftæki innihalda málma, plast og önnur endurvinnanleg efni og því er mikilvægt að ónýtum raftækjum sé ekki hent í ruslið svo hægt sé að endurvinna þau. Með því að koma ónýtum raftækjum í endurvinnslu er hægt að koma í veg fyrir að málmar eins og gull, silfur, ál og aðrir góðmálmar tapist ekki úr hringrásarhagkerfinu.
Tengdar greinar

Gjaldskrá hráefna í desember 2023
Vegna mikillar óvissu og sveiflu á mörkuðum fyrir endurvinnsluhráefni munu verð flokka vera endurskoðuð mánaðarlega.

Gjaldskrá hráefna nóvember 2023
Vegna mikillar óvissu og sveiflu á mörkuðum fyrir endurvinnsluhráefni munu verð flokka vera endurskoðuð mánaðarlega.

Gjaldskrá hráefna október 2023
Vegna mikillar óvissu og sveiflu á mörkuðum fyrir endurvinnsluhráefni munu verð flokka vera endurskoðuð mánaðarlega.