Lokfestingar

Lok á ruslatunnum eiga það til að fjúka upp í vondum veðrum og þá skapast fokhætta á rusli út í náttúruna. Með þetta í huga höfum við þróað lokfestingu á ruslatunnur í samstarfi við Plastplan. Festingin er framleidd úr PP plasti sem fellur til í starfsemi okkar. Prófanir hafa farið fram í nokkrum sveitarfélögum árið 2020 og hafa gengið vel. Nokkur fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu nota festingarnar með góðum árangri og vonumst við til að geta komið þeim í smásölu fljótlega.

Hér má sjá skemmtilegt myndband af ferlinu:

Í myndbandinu hér að neðan má sjá leiðbeiningar um hvernig eigi að setja lokfestingar á tunnu.

Hafa skal eftirfarandi atriði í huga:

1) Borið gat varlega með 9,5 mm stál bor. Mikilvægt er að staðsetning sé rétt svo tunnu festing virki sem skyldi.
3) Festið tunnu festingu í göt sitthvoru megin með hamri.
4) Tunnu festingar eiga að snúast mjúklega og koma í veg fyrir að lok geti fokið upp í vindi.