Markmið Plastplan er að standa að raunverulegri endurvinnslu plastefna. Endurvinnslan felur í sér móttöku neytendaplasts og umbreytingu í nýja nytjahluti. Plastplan býr yfir tækjakosti og þekkingu til að taka á móti öllum flokkum plasts, plastið er kurlað niður og eru sérhannaðar vélar notaðar til að búa til nýja nytjahluti úr úrgangs plastinu.