Úrgangur eða nýtanlegt hráefni?

Með átakinu vildum við hvetja fólk til þess að skrifa undir áskorun til stjórnvalda að herða reglur um meðhöndlun úrgangs og hætta að urða sorp á Íslandi. Átakið snerist um að hvetja fólk til þess að skrifa undir áskorun til stjórnvalda að herða reglur um meðhöndlun úrgangs og hætta að urða sorp á Íslandi. Með átakinu viljum við hjá Íslenska Gámafélaginu stuðla að skilvirkari og umhverfisvænni leiðum við endurvinnslu og förgun, þar sem verði hætt að líta á sorp sem úrgang heldur fremur hráefni sem má nýta.

Númer eitt, tvö og þrjú er að endurskoða neysluvenjur okkar því með því að kaupa minna verður minna til af rusli. Við verðum að velta því fyrir okkur hvort við þurfum hlutinn og hversu lengi hann muni nýtast áður en hann verður að rusli.

Hvað er að urða?

Að urða þýðir að grafa sorp ofan í jörðina. Einu sinni var allt sorp urðað en í dag endurvinnum við mikið af því sem áður var talið sorp. Þrátt fyrir það er urðun ennþá gríðarstór vandi sem við þurfum að horfast í augu við. Íslendingar urða 217.000 tonn af sorpi á hverju ári. Það eru meira en 20 Eiffel-turnar af rusli sem við gröfum í landið á ári hverju.
Þegar við gröfum rusl í jörðina getur jarðvegurinn mengast. Þannig getur drykkjarvatnið okkar mengast með óþarfa sóðaskap. Þegar við gröfum rusl í jörðina eyðileggjum við verðmætan jarðveg til margra árþúsunda. Rotnandi rusl skapar hættulegar gróðurhúsalofttegundir, eins og metan, sem hafa skaðleg áhrif á umhverfið. Metan er mun virkari gróðurhúsalofttegund en CO2 og á því stóran þátt í hlýnun jarðar. Áður en urðun hófst var úrgangur brenndur við opna brennslu. Við opna brennslu komast eiturefnin óhindrað út í andrúmsloftið og engin orka nýtist. Einnig var sorpi víða sturtað beint í sjóinn.

Förgun úrgangs á Íslandi síðan 1970

Í þessu myndbandi hér að neðan var prófað að grafa upp á stað þar sem rusl var urðað árið 1989. Það kom í ljós að lítið sem ekkert hafði brotnað niður á þessum 30 árum. T.d. Fundust heillegar gallabuxur 

Í myndbandinu að neðan er úrgangsþríhyrningurinn útskýrður og orkuvinnsla kynnt sem lausn í stað urðunar óendurvinnanlegs úrgangs á Íslandi.

Sjá meira um urðun úrgangs og átakið okkar á finnumlausnir.is