Bambahús

Verkefnið Bambahús byggir á þeirri hugmyndafræði að virðisauka þau verðmæti sem finna má í einnota umbúðum með megináherslu á svokallaða bamba. Bambar eru 1000 lítra plasttankar gerðir úr plasti og galvaníseruðu járni. Í þeim eru fluttir inn alls kyns vökvar, meðal annars til matvælaframleiðslu.

Við hjá Íslenska gámafélaginu fáum mikið magn af bömbum til förgunar frá viðskiptavinum okkar. Með hringrásarhagkerfið í huga og samstarfi við Bambahús um nýtingu á bömbunum næst bæði umhverfis- og fjárhagslegur ávinningur fyrir alla hagaðila.

Bambahús eru 6,6m² og eru gerð úr sjö bömbum að meðaltali sem hefðu annars verið urðaðir eða brenndir. Bambahús inniheldur fjögur gróðurker en hægt er að bæta við einingum að vild.

Bambahúsin eru sterk og þola vel íslenskt veðurfar og eru nær viðhaldsfrí. Þau taka á umhverfismálum og endurvinnslu og henta fjölskyldum, félagasamtökum, sveitarfélögum jafnt og fyrirtækjum. Þeirra stærsti kostur er að þau henta undir allar tegundir ræktunar, kalla ekki á neitt jarðrask í umhverfi og þurfa aðeins sléttan grunnflöt til að hægt sé að koma þeim upp.

Auðvelt er að færa húsið á milli staða og er það fljótlegt í uppsetningu. Það temprar hita betur en önnur hús og eru því fullkomin fyrir kennslu í leik- og grunnskólum, fyrir mötuneyti og heima ræktun í bakgarðinum. Auðvelt er að þrífa og sótthreinsa hverja einingu fyrir sig.