Í samfélagsskýrslu fyrirtækisins er stiklað á því helsta sem fyrirtækið hefur gert til að stuðla að heilnæmara samfélagi. Með árlegri útgáfu samfélagsskýrslu er ætlunin að fá betri yfirsýn yfir stöðu fyrirtækisins í málaflokknum og hvernig það getur bætt sig enn frekar í framtíðinni.
Hér fyrir neðan má nálgast samfélagsskýrslur okkar í pdf
Samfélagsleg verkefni
Frá því Íslenska gámafélagið var stofnað fyrir um tveimur áratugum, hafa orðið miklar breytingar í samfélaginu hvað varðar umhverfis-, öryggis- og jafnréttismál. Frá upphafi hefur fyrirtækið lagt sig fram við að aðlaga starfsemina að breyttum áherslum í samfélaginu og í mörgum tilvikum hefur það gengið lengra en kröfur hafa sagt til um. Fyrirtækið var meðal annars frumkvöðull í flokkun á heimilum á Íslandi, var fyrsta fyrirtækið í sorphirðu til að fá umhverfisvottun og fyrsta fyrirtækið til að fá jafnlaunavottun. Nú hefur fyrirtækið einnig haft frumkvæði að útflutningi á almennu sorpi til orkuvinnslu og nýtir þannig orku sem annars hefði farið til spillis og kemur jafnframt í veg fyrir mengun af völdum urðunar. Auk þessa hefur Íslenska gámafélagið ávallt látið gott af sér leiða, ýmist með vinnuframlagi eða peningagjöfum til margra samfélagslegra verkefna.
Nýsköpun
Við erum mjög hrifin af nýsköpun og skemmtilegum lausnum tengdum umhverfismálum. Gaman er að segja frá því að lífdísel framleiðslan okkar hófst með ungum eldhuga sem vildi prófa að nýta afgangs matarolíu til þess að framleiða eldsneyti. Í gegnum tíðina höfum við verið leiðandi í umhverfisvænum lausnum og má þar sem dæmi nefna metanbreytingar á bílum, framleiðslu lífdísel úr matarolíu og innleiðingu flokkunarkerfa.
Nú erum við í spennandi samstarfi með fyrirtæki í vöruþróun nytjahluta og úr endurunnu plasti sem og fyrirtæki sem endurnýtir bamba og smíðar úr þeim gróðurhús. Einnig erum við að innleiða tækni í auknum mæli í þjónustuna okkar með snjalllausnum sem við köllum „Snjall og Snjöll”.
Styrkir
Við styrkjum ýmis samfélagsleg verkefni á ári hverju og leggjum jafnframt ríka áherslu á að styrkja íþróttastarf í þeim sveitarfélögum sem við þjónustum. Við höfum yfir að ráða svokölluðum dósasjóði en í hann safnast allar þær flöskur og dósir sem við söfnum frá viðskiptavinum okkar. Sjóðurinn rennur allur óskiptur til Barnaspítala Hringsins og hefur gert það í fjölda ára. Við erum einnig dugleg að styrkja með því að veita þjónustu með góðum afslætti til mannúðarsamtaka, íþróttafélaga og þeirra sem minna mega sín.
Sendu okkur styrkumsókn hér: