Endurvinnsla

Plastplan X ÍGF

Nýjasta afurð úr samstarfi okkar með Plastplan er rúðuskafa, hönnuð og framleidd á Íslandi úr endurunnu plasti sem hefur fallið til í starfsemi okkar.

Rúðuskafan er afurð samstarfs okkar við Plastplan en við höfum átt í frábæru samstarfi síðan 2019. Plastplan fékk listamanninn Loga Pedro í lið með sér við hönnun á rúðusköfunni og er hún alveg einstaklega falleg og sinnir sínu hlutverki sem rúðuskafa einnig afbragðs vel. Rúðuskafan er gerð úr 49 grömmum af endurunnu polypropylene (PP) og tryggir hringrás verðmætra hráefna. Rúðuskafan er íslensk hönnun og framleidd á Íslandi í takmörkuðu magni. Hver skafa er einstök á litinn með svokölluðu ,,tie-dye“ útliti.

Allir starfsmenn okkar fengu rúðusköfu í jólapakkann og margir viðskiptavinir okkar einnig. Við stefnum á að halda áfram að dreifa rúðusköfum til viðskiptavina á þessu ári.

 

Langar þig í rúðusköfu?

Nú er hægt að kaupa rúðusköfuna í vefverslun okkar 

Hvað er Plastplan?

Markmið Plastplan er að standa að raunverulegri endurvinnslu plastefna. Endurvinnslan felur í sér móttöku neytendaplasts og umbreytingu í nýja nytjahluti. Plastplan býr yfir tækjakosti og þekkingu til að taka á móti öllum flokkum plasts, plastið er kurlað niður og eru sérhannaðar vélar notaðar til að búa til nýja nytjahluti úr úrgangs plastinu.

Við höfum verið í ánægjulegu samstarfi með Plastplan síðan 2019 og hefur m.a. frábær tunnulæsing litið dagsins ljós.

www.plastplan.is
www.maisonpedro.com

Tengdar greinar

Borgarstjóri heimsækir Koparsléttu

Á dögunum kom Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur í heimsókn til okkar hjá Íslenska gámafélaginu.

íslenska gámafélagið staðsetning

Verðbreytingar árið 2022

Almenn hækkun á þjónustu og leigu gáma og íláta hefur orðið vegna vísitöluhækkunar (5,2%).

Nýr rammasamningur um úrgangsþjónustu

Ríkiskaup og Íslenska gámafélagið hafa í kjölfar útboðs gert nýjan rammasamning um úrgangsþjónustu fyrir stofnanir…