Persónuverndarstefna

Persónuverndarstefna Íslenska Gámafélagsins ehf.

1. Íslenska Gámafélaginu er umhugað um persónuvernd

Íslenska Gámafélagið ehf. leggur áherslu á að uppfylla ávallt kröfur og væntingar viðskiptavina, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila, ásamt því að starfa ávallt í samræmi við lög og reglugerðir. Okkur er mjög umhugað um persónuvernd og það traust og trúnað sem okkur er sýndur við meðferð og geymslu upplýsinga. Við höfum því útbúið persónuverndarstefnu sem nær yfir söfnun okkar, notkun, birtingu, flutning og geymslu á þeim persónugreinanlegum upplýsingum sem við meðhöndlum og varðveitum. Með því viljum við tryggja að meðferða persónuupplýsinga sé ávallt i samræmi við gildandi lög og ákvæði um meðferð persónuupplýsinga.
Þegar þú notar þjónustu okkar viljum við að þér sé fyllilega ljóst hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingar. Ef þú ákveður að gefa okkur upp persónuupplýsingar eftir að hafa kynnt þér persónuverndarstefnu okkar, lítum við svo á að þú samþykkir skilmála og skilyrði stefnunnar.

2. Skilgreiningar á persónugreinanlegum upplýsingum.

a. Persónuupplýsingar eru sérhverjar persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar, þ.e. upplýsingar sem rekja má beint eða óbeint til tiltekins einstaklings, látins eða lifandi. Til persónuupplýsinga teljast m.a.:

 • Nafn
 • Notandanafn
 • Kennitala
 • Heimilisfang
 • Símanúmer (bæði heimasímanúmer og farsímanúmer)
 • Netfang

b. Viðkvæmar persónuupplýsingar eru upplýsingar um einstakling sem tengjast viðkvæmum þáttum og um þær gilda strangari reglur en um almennar persónuupplýsingar. Viðkvæmar persónuupplýsingar eru m.a.:

 • Kynþáttur eða þjóðernislegur uppruni
 • Stjórnmálaskoðanir
 • Trúarbrögð
 • Heilsufarsupplýsingar
 • Aðild að stéttarfélagi
 • Sakaskrá
 • Kynhneigð

Við biðjum þig að senda okkur ekki og gefa ekki upp neinar viðkvæmar upplýsingar hvort sem er í gegnum síma, tölvupóst eða á samfélagsmiðlum, nema þess sé sérstaklega óskað.

c. Persónuupplýsingar um annan aðila. Vinsamlegast ekki senda okkur persónuupplýsingar varðandi aðra einstaklinga. Ef þú sendir persónuupplýsingar um aðra einstaklinga til okkar munum við ganga út frá því að þú hafir fengið leyfi og samþykki frá viðkomandi til að gera slíkt, þ.m.t. til að við getum notað persónuupplýsingar aðilans í samræmi við þessa stefnu um persónuvernd.

3. Persónuupplýsingar sem við söfnum

Íslenska Gámafélagið reynir ávallt að geyma og vinna með eins lítið að persónuupplýsingum og hægt er til að veita þá þjónustu sem félagið bíður upp á. Þær upplýsingar sem við geymum / vinnum með eru eftirfarandi:

 • Pöntun á vöru eða þjónustu: Eftirfarandi grunnupplýsingar þurfa að koma fram til að við getum veitt viðkomandi viðeigandi vöru eða þjónustu: nafn, netfang, símanúmer, kennitala, heimilisfang, staðsetningu þar sem þjónustan skal veitt, tegund úrgangs, kreditkortanúmer osfrv.
 • Starfsumsókn: Við umsókn um starf hjá félaginu er fyllt út starfsumsókn í gegnum vefsíðu okkar hvort heldur sem um ræðir almenna starfsumsókn eða umsókn um auglýst störf. Í starfsumsókn er m.a. óskað eftir upplýsingum um nafn, kennitölu, netfang, símanúmer, þjóðerni, starfsferil, menntun, o.s.frv.
 • Mínar síður: Hægt er að fylgja eftir og fylgjast með stöðu á skráðum umsóknum/beiðnum í gegnum mínar síður þar sem fram koma þær upplýsingar sem hafa þegar verið skráðar í gegnum vefinn í formi starfsumsókna eða beiðna/pantana. Til að stofna aðgang þarf að gefa upp nafn og netfang.
 • Áfengis- og vímuefnaskimanir: Óheimilt er að vera undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna við störf hjá Íslenska gámafélaginu. Lögð er áhersla á að tryggja öryggi starfsfólks og annarra og með það að markmiði eru framkvæmdar áfengis- og/eða eiturlyfjaskimanir meðal starfsmanna. Skimanir þessar eru framkvæmdar þegar starfsmaður hefur störf við notkun vélknúinna ökutækja hjá félaginu, þegar upp kemur grunur um að starfsmaður sé undir áhrifum áfengis eða eiturlyfja og/eða 1-2 sinnum á ári samkvæmt slembiúrtaki meðal þeirra sem nota vélknúin ökutæki við vinnu sína.
 • Myndbandsupptökur: Ef þú heimsækir starfstöðvar okkar kunna að safnast myndbands-upptökur af þér í öryggismyndavélakerfi okkar. Tilgangur öryggismyndavélakerfis er einkum öryggis- og eignavarsla, til að gæta hagsmuna félagsins, viðskiptavina þess, starfsmanna eða annarra.
 • Fyrirspurnir, kvartanir og/eða ábendingar: Einstaklingar geta þurft að hafa samband við okkur af ýmsum ástæðum t.d. með fyrirspurnir, kvartanir og/eða ábendingar. Hægt er að hafa samband við okkur varðandi slík málefni m.a. gegnum vefsíðu (tölvupóst), facebook síðu okkar eða gegnum síma. Í þessum tilfellum er grunnupplýsingum safnað um þann aðila sem hefur samband til að geta fylgt eftir atriðum eftir því sem við á. Þegar einstaklingar hafa samband við okkur, á hvers kyns formi sem það kann að vera, bendum við þeim á að kynna sér efni persónuverndarstefnunnar í öllum tilfellum.

Vinsamlegast athugið að allar upplýsingar sem eru gefnar upp á samfélagsmiðlum breytast í opinberar upplýsingar og eru aðgengilegar þeim sem heimsækja þá. Við hvetjum þig til að gæta varúðar þegar þú gefur upp persónuupplýsingar á samfélagsmiðlum.

4. Notkun okkar á persónuupplýsingum

Íslenska gámafélagið mun ekki nýta sér persónuupplýsingar á óábyrgan og óöruggan hátt og ekki láta neinar þeirra í hendur þriðja aðila. Við notum persónuupplýsingar þínar til að veita þér fyrsta flokks þjónustu og upplýsa þig um tilboð/vörur sem við teljum að þú hafir áhuga á. Þær persónuupplýsingar sem við fáum kunna að vera notaðar í eftirfarandi tilgangi:

 • Til að veita þá þjónustu sem viðskiptavinurinn hefur beðið um.
 • Til að auðvelda úrlausn mála sem upp geta komið.
 • Til að senda tilkynningar í tengslum við vörukaup / þjónustu.
 • Í tengslum við vörukaup, reikninga og bókhaldskerfi.
 • Í innri stjórnun, s.s. áætlanagerð, stefnumótun, eftirlit, við þróun nýrrar vöru og til að bæta þjónustu okkar.
 • Í tengslum við markaðssetningu, s.s. kynningarefni, tilboð og auglýsingar.
 • Til að vinna tölfræði um ánægju viðskiptavina til þess að við getum veitt sem besta þjónustu

Persónuupplýsingar eru hins vegar ekki safnupplýsingar (e. aggregate data). Safnupplýsingar teljast upplýsingar sem við söfnum um hóp eða flokk vara, þjónustu eða viðskiptavina þar sem ekki er hægt að rekja upplýsingarnar til tiltekins einstaklings. Nánar tiltekið þá kunna upplýsingar um það hvernig þú notar tiltekna þjónustu að vera bornar saman við upplýsingar um hvernig aðrir nota sömu þjónustu en engar persónuupplýsingar koma fram í niðurstöðunum. Með sama hætti kunnum við að safna upplýsingum um þær vörur sem þú kaupir og bera saman við upplýsingar um vörukaup annarra viðskiptavina. Safnupplýsingar hjálpa okkur að skilja tilhneigingu og þarfir viðskiptavina okkar í því skyni að geta boðið nýjar vörur og þjónustu ásamt því að sníða nánar vöruframboð og þjónustu að óskum viðskiptavina okkar.

5. Öryggi, varðveisla og flutningur persónuupplýsinga

Íslenska Gámafélagið tekur öryggi persónuupplýsinga mjög alvarlega og mun tryggja öryggi þeirra eftir fremsta megni. Þegar við geymum persónuupplýsingar notum við tölvukerfi sem varin eru með raunlægum sem og tæknilegum öryggisráðstöfunum. Þegar þú sendir okkur persónuupplýsingar í gegnum heimasíðu okkar eru slíkar upplýsingar dulkóðaðar með svokallaðri SSL dulkóðun (e. Secure Sockets Layer) áður en þær eru sendar.

Þegar þú stofnar til viðskipta við okkur skráum við í sumum tilfellum niður kreditkortaupplýsingar þínar. Sérstök talnaruna er notuð í staðinn fyrir kreditkortanúmerið þitt í kerfum félagsins í því skyni að auka öryggi og gera það ólæsilegt fyrir notendum kerfa félagsins.

Við munum varðveita persónugreinanlegar upplýsingar sem okkur er afhentar í þann tíma sem er nauðsynlegur til að uppfylla markmið þessarar persónuverndarstefnu nema lög krefjist eða leyfi lengri varðveislutíma.

Persónuupplýsingar sem félaginu eru látnar í té eru ekki fluttar eða varðveittar utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES).
Ef þú telur þig hafa ástæðu til að ætla að samskipti þín við okkur séu ekki lengur örugg skaltu umsvifalaust láta okkur vita.

6. Þinn réttur

Við munum ekki senda þér markpóst eða sms skilaboð /tölvupóst nema þú hafir áður veitt samþykki fyrir því. Ef þú hefur veitt leyfi til slíks getur þú einnig síðar andmælt vinnslu persónuupplýsinga þinna sem notaðar eru í þeim tilgangi með því að hafa samband í síma 577 5757 eða senda okkur tölvupóst á [email protected]

Ákvörðun þín um að vilja ekki að persónuupplýsingar þínar séu notaðar í þessum tilgangi mun ekki hafa áhrif á þjónustu okkar til þín.

7. Uppfærsla persónuverndarstefnu

Íslenska Gámafélagið áskilur sér rétt til að breytta þessari persónuverndarstefnu hvenær sem er. Ef gerðar eru efnislegar breytingar á stefnunni munum við birta tilkynningu þess efnis á vefsíðu okkar ásamt uppfærðri persónuverndarstefnu.

8. Spurningar um persónuvernd

Ef upp koma spurningar eða athugsemdir um persónuverndarstefnu félagsins þá vinsamlegast hafðu samband við okkur með eftirfarandi hætti:

 1. Þú getur sent okkur fyrirspurn eða athugasemd í gegnum vefsíðu okkar undir valmyndinni “Hafa samband”.
 2. Þú getur sent okkur tölvupóst: [email protected]
 3. Þú getur hringt í okkur í síma: 577-5757

© 2018 Íslenska Gámafélagið ehf. Allur réttur áskilinn.