Nýr rammasamningur um úrgangsþjónustu
Ríkiskaup og Íslenska gámafélagið hafa í kjölfar útboðs gert nýjan rammasamning um úrgangsþjónustu fyrir stofnanir og aðra rammasamningsaðila á stór-höfuðborgarsvæðinu sem gildir frá 21. febrúar 2022.

Íslenska gámafélagið sem hefur verið leiðandi í úrgangsmálum á Íslandi í rúm 20 ár, kemur nú inn sem þjónustuaðili fyrir hirðu á sorpi og endurvinnsluhráefni hjá ríkisstofnunum. Fyrirtækið leggur nú áherslu á meiri sérflokkun, þ.e. að flokka pappír sér og plastumbúðir sér. Þessi áherslubreyting hjá ÍGF er í samræmi við nýjustu breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs.
Samningurinn nær yfir eftirfarandi þjónustu:
- Sorphirðu
- Endurvinnslu
- Leigu á gámum/ílátum til flokkunar og söfnunar úrgangs
- Móttöku spilliefna
Útskipti eru hafin og eru sölumenn okkar á fleygiferð um höfuðborgarsvæðið að heimsækja kaupendur og kynnast starfsemi þeirra. Aðilar að samningnum eru um 300 talsins og má búast við að útskiptum muni ljúka í lok maí.
Tengdar greinar

Gjaldskrá hráefna í desember 2023
Vegna mikillar óvissu og sveiflu á mörkuðum fyrir endurvinnsluhráefni munu verð flokka vera endurskoðuð mánaðarlega.

Gjaldskrá hráefna nóvember 2023
Vegna mikillar óvissu og sveiflu á mörkuðum fyrir endurvinnsluhráefni munu verð flokka vera endurskoðuð mánaðarlega.

Samstarfsverkefni ÍGF og Dropp
Í tilefni af alþjóðlegum söfnunardegi á raftækjum þann 14. október hafa Íslenska gámafélagið og Dropp…