Fréttir

Nýjasti meðlimur bílaflotans!

Nýr afturhlaðningur

Við fengum afhentan nýjan MAN TGS 26.360 6X2 LL á dögunum. Bíllinn er sérútbúinn fyrir sorphirðu og er hann tvískiptur eins og bílarnir okkar eru flestir. Í tvískiptum bílum er hægt að losa td. almennt sorp og endurvinnanlegt í sömu ferð. Bíllinn er með bekk í stað koju og því pláss fyrir samtals 5 farþega, auk ökumanns. Búnaður frá Norba er á bílnum.

Grímur Fannar Eiríksson, sölumaður hjá Krafti, og Bjarni Birgisson, verkstæðisformaður hjá Vélamiðstöð.