Uncategorized

Ný flokkunarLína – betri flokkun

Nýja flokkunarlínan okkar var vígð og henni gefið nafn sl föstudag 12. Ágúst við hátíðlega athöfn.

Nýja flokkunarlínan okkar var vígð og henni gefið nafn sl föstudag 12. Ágúst við hátíðlega athöfn. Starfsfólk Íslenska gámafélagsins var viðstatt sem og aðrir vinir okkar og kollegar í umhverfismálum á þessum fallega degi. Nýja flokkunarlínan okkar er mun öflugri en fyrri flokkunarlína og fékk því nafnið Lína í höfuðið á Línu Langsokk sem okkur finnst passa vel. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra var viðstaddur vígsluna og fékk það hlutverk að brjóta kampavínsflöskuna og setja vélina af stað.

Nýja flokkunarlínan er gerð fyrir endurvinnsluhráefnið sem kemur bæði frá heimilum og fyrirtækjum. Nú munum við geta tekið við enn meira magni af hráefni og aukið gæði þess og verðmæti þess til muna. Í dag sendum við frá okkur 16 þúsund tonn af flokkuðu efni á ári en framvegis ættum við að geta aukið það magn um allt að helming.

Jón Þórir Frantzson forstjóri Íslenska gámafélagsins ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra

Tengdar greinar

Gjaldskrá hráefna í desember 2023

Vegna mikillar óvissu og sveiflu á mörkuðum fyrir endurvinnsluhráefni munu verð flokka vera endurskoðuð mánaðarlega.

Gjaldskrá hráefna nóvember 2023

Vegna mikillar óvissu og sveiflu á mörkuðum fyrir endurvinnsluhráefni munu verð flokka vera endurskoðuð mánaðarlega.

Samstarfsverkefni ÍGF og Dropp

Í tilefni af alþjóðlegum söfnunardegi á raftækjum þann 14. október hafa Íslenska gámafélagið og Dropp…