Flokkað & skilað

Maíspokar – Ekki henda plasti í ruslið!

Samkvæmt Umhverfisstofnun er unnið eftir aðgerðaráætlun um að draga úr notkun einnota burðarplastpoka á Íslandi og að árið 2025 muni einstaklingur einungis nota um 40stk á ári en í dag er notkun einnota plastpoka um 100 – 200stk á ári á hvern Íslending.

Samkvæmt Umhverfisstofnun er unnið eftir aðgerðaráætlun um að draga úr notkun einnota burðarplastpoka á Íslandi og að árið 2025 muni einstaklingur einungis nota um 40stk á ári en í dag er notkun einnota plastpoka um 100 – 200stk á ári á hvern Íslending.

Mikilvægt er að vera meðvitaður um plastnotkun sína og reyna allt sem hægt er til að minnka hana. Gott er að afþakka plastpoka undir vörur sem eru keyptar og taka með sér fjölnota innkaupapoka út í búð. Flestir endurnýta burðarplastpokana með því nota þá í ruslatunnuna heima undir almennt sorp, hvað eiga þeir þá að nota í staðin?

Maíspokar hafa alla burði til þess að leysa plastpoka af hólmi. Sem dæmi má nefna þola burðarpokar úr maís 26 kg tog sem er nokkuð gott. Þeir henta einnig vel undir lífrænan úrgang eða almennt sorp til urðunar þar sem þeir brotna niður á nokkrum vikum án þess að valda skaða í náttúrunni.

Við hjá Íslenska Gámafélaginu bjóðum upp á nokkrar gerðir maíspoka allt frá 10-12 lítrum upp í 140 lítra. Af þeim eru umhverfisvæni ruslapokinn og maís burðarpokinn líkastir hefðbundum burðarplastpokum varðandi stærð og notkunarmöguleika. Þeir eru með handföngum og passa vel í ruslatunnur á heimilum eða sem burðarpokar út í búð. Hægt er að nálgast þá í öllum helstu verslunum og í netverslun okkar. 

Margir hafa þá reynslu af maíspokum að þeir rifni auðveldlega og séu ekki sambærilegir við venjulega plastpoka. Hafa ber í huga að maíspokarnir eru gerðir úr maíssterkju sem á að brotna niður með tímanum og því hafa þeir takmarkað geymsluþol. Þar af leiðandi rifna eldri pokar frekar en nýrri. Til að ná fram lengri geymslutíma fyrir notkun er best að geyma pokann fjarri ljósi og hita. Pokinn er í fullu gæðum fyrstu 6 mánuðina.

 

Vissir þú að maíspokar hafa geymsluþol?

Pokarnir sem Íslenska Gámafélagið kaupir frá Ceplast innihalda ekki erfðabreyttan maís. Fyrirtækið sem framleiðir hrávöruna, MATER-BI sem notað er í maísburðarpokana notast ekki við erfðabreyttan maís. Kornið sem notað er til framleiðslunnar er ræktað í Evrópu í samræmi við þá staðla sem þar gilda og er ekki erfðabreytt. Þá er notuð matarolía við framleiðsluna sem einnig er unnin úr hráefni sem ekki er erfðabreytt. Ítalska fyrirtækið Novamont framleiðir og hefur einkaleyfi á þessu hráefni og lýsir enn frekar maíspokanum og hráefninu MATER-BI og þeim umhverfiskröfum sem þeir gera til vörunnar á heimasíðu sinni.

Samkvæmt skýrslu frá framleiðanda þá þarf um 0,03 hektara lands af maís og 0,14 hektara lands af jurtaolíu til að framleiða 1 tonn af maíspokum sem gera ca 100.000 innkaupapoka. Til að setja þetta í samhengi þá getur þurft um 4 hektara lands til að framleiða 1 tonn af nautakjöti. Það er því ekki mikið landsvæði sem þarf til framleiðslunnar. Maís er ekki eina jurtin sem notuð er í framleiðsluna því einnig er hægt að nota mjölmiklar kartöflur, þistil ofl. Þessi atriði skipta máli í sambandi við það hvort framleiðslan er í samkeppni við framleiðslu á mat handa hungruðum heimi en svo er ekki í þessu tilfelli. Á það má svo benda að skortur á landssvæðum til ræktunar er minna vandamál er sú staðreynd að 30% af framleiddum matvælum er hent árlega.

Aðrar upplýsingar

Fyrir áhugasama er grein um kosti maíspoka umfram plastpoka á Vísindavefnum: Visindavefur.is

Heimildir
Umhverfisstofnun Ust.is
Novamont Novamont.com

Tengdar greinar

Hvað verður um pappír og pappa? (myndband)

Í meðfylgjandi myndbandi sést ferli frá innsöfnun pappírs og pappa að útflutningi til móttökuaðila erlendis.

Tilkynning vegna starfa okkar við sorphirðu á Álftanesi

Vegna þeirra umræðu sem hefur skapast vegna starfa okkar við sorphirðu frá heimilum á Álftanesi…

Tilkynning um gjaldskrárbreytingu á landsbyggðinni

Gjaldskrárbreytingar á hráefni og þjónustu.