Fréttir

ÍGF kaupir Stífluþjónustu Bjarna

Íslenska gámafélagið ehf hefur tekið yfir rekstur Stífluþjónustu Bjarna

Í byrjun árs 2022 tók Íslenska gámafélagið ehf yfir rekstur Stífluþjónstu Bjarna og sinnir nú alhliða stífluþjónustu. Við erum með tvo dælubíla og tökum að okkur alls kyns verk eins og stíflulosun, losun fituskilja, olíuskilja og sandgildra sem og myndun lagna.

Alhliða þjónusta

Íslenska gámafélagið býður upp á alhliða þjónustu fyrir lagnakerfi. Starfsmenn okkar í stífluþjónustu hafa reynslu langt aftur í ættir af rekstri dælubíla og taka að sér alls kyns verk.

Stíflulosun
Oft myndast stíflur í frárennslislögnum, brunnum og niðurföllum sem og minni stíflur innan- og utanhúss sem eru losaðar á margvíslegan hátt.

Fituskiljur
þarf að losa með reglulegu millibili til að þær virki því ef of langur tími líður þá harðnar fitan með tilheyrandi óþægindum og auka kostnaði.

Olíuskiljur
Eru mikilvægar í frárennsli til að tryggja að olía eða olíumengað vatn berist ekki út í umhverfið.

Sandgildrur
Eiga að koma í veg fyrir stíflur og þarf því að losa þær reglulega.

Myndun lagna
Við veitum einnig ástandsskoðun lagna með röramyndavélum, úttekt og ráðgjöf

Tengdar greinar

Hvað verður um pappír og pappa? (myndband)

Í meðfylgjandi myndbandi sést ferli frá innsöfnun pappírs og pappa að útflutningi til móttökuaðila erlendis.

Tilkynning vegna starfa okkar við sorphirðu á Álftanesi

Vegna þeirra umræðu sem hefur skapast vegna starfa okkar við sorphirðu frá heimilum á Álftanesi…

Tilkynning um gjaldskrárbreytingu á landsbyggðinni

Gjaldskrárbreytingar á hráefni og þjónustu.