Endurvinnsla

Hvernig á að flokka plast?

Skola – Hrista – Flokka!

 

 

Plastið er uppfullt af hráefnum sem ætti að nota aftur. Eitt af því er olía sem er óendurnýjanleg auðlind en til að búa til 1 kg af plasti þarf tvöfalt magn af olíu.  Það sýnir mikilvægi þess að endurvinna plastið til að olían haldist í hringrásinni. Einnig eyðist plast ekki úti í náttúrunni og getur valdið lífríkinu miklum skaða bæði á sjó og landi.

 

Allar umbúðir úr plasti fara með plastinu nema þær séu hættumerktar, þá eru þær flokkaðar sem spilliefni. Umbúðirnar þurfa að vera tómar og hreinar til að henta til endurvinnslu annars fara þær í almennt sorp. Allar umbúðir sem hafa komist í snertingu við lyf eiga að fara í eyðingu í apótekinu.

 

Sumar umbúðir geta verið villandi. Þar má nefna sem dæmi skvísur, bakka undir grænmeti og skyrdollur en allt eru þetta plastumbúðir sem mega fara með plastinu. Sumt plast getur litið út eins og málmur en þumalputtareglan er sú; ef þú getur kramið það og það opnast aftur, þá er það plast.

Tengdar greinar

Yfirlýsing vegna myndbands sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum

Í myndbandi sem gengur á samfélagsmiðlum af sorphirðu Íslenska gámafélagsins í Kópavogi sést hvar sótt…

Tilkynning – Götulokanir vegna leiðtogafundar Evrópuráðs

Viðskiptavinir ahugið! Breytingar á losunum vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu 16. og 17.maí n.k.