Endurvinnsla

Hvernig á að flokka pappír?

Skola – Hrista – Flokka !

 

Hreinar umbúðir eru endurvinnanlegt hráefni en óhreinar umbúðir eru sorp.

 

Margir mismunandi flokkar fara í pappírstunnuna því við hjá Íslenska gámafélaginu flokkum það svo frekar í flokkunarstöð okkar og móttökuaðili okkar erlendis flokkar það svo enn frekar hjá sér. Það sem má fara í pappírstunnuna er sléttur pappi og fernur, dagblöð og tímarit, allskyns skrifstofupappír og einnig bylgjupappi.

 

Fernur mega einnig fara í pappírstunnuna en þá þurfa þær að vera hreinar. Hreinar fernur er hægt að endurvinna en óhreinar fernur eru rusl. Það tekur enga stund að þrífa fernurnar, það þarf aðeins örlítið vatn í botninn, hrista og tæma svo úr fernunni. Að lokum er gott að brjóta þær saman, þannig taka þær lítið sem ekkert pláss í tunnunni.   

 

Slétti pappinn á að fara í pappírstunnuna en hann þarf að fella saman til að spara pláss. Umbúðir úr sléttum pappa eru sem dæmi kassar utan um morgunkorn, kex, ís og fleira.

 

Til eru umbúðir sem sumir kalla “vandamála umbúðir”, eða umbúðir sem er ekki skýrt hvernig á að flokka.  Það getur til dæmis verið umslög með plastglugga en þau mega fara með í pappírstunnuna vegna þess að plastið er svo lítill hluti af umslaginu. Aðrar samsettar umbúðir eins og pokar úr pappír og plasti þarf að aðskilja efnin með því að rífa umbúðirnar í sundur. Ef það er ekki hægt, þá fara samsettu umbúðirnar í almennt sorp. 

 

Til eru flóknari samsettar umbúðir eins og Pringles dós sem dæmi. Meirihluti umbúðanna er pappi en lokið er úr plasti og botninn er úr málmi. Með því að fjarlægja botn og lok og setja í tilheyrandi tunnur má setja hólkinn í pappírstunnuna. Ef dósin er ekki tekin í sundur þá á hún heima með almennu sorpi.

 

Að lokum er vert að nefna pizzakassana en þeir eru úr bylgjupappa og eiga heima í pappírstunnunni. Þeir þurfa að vera tómir og gott er að skrapa mesta ostinn úr botninum en smá olía er í lagi. 

Tengdar greinar

Gjaldskrá hráefna í desember 2023

Vegna mikillar óvissu og sveiflu á mörkuðum fyrir endurvinnsluhráefni munu verð flokka vera endurskoðuð mánaðarlega.

Gjaldskrá hráefna nóvember 2023

Vegna mikillar óvissu og sveiflu á mörkuðum fyrir endurvinnsluhráefni munu verð flokka vera endurskoðuð mánaðarlega.

Samstarfsverkefni ÍGF og Dropp

Í tilefni af alþjóðlegum söfnunardegi á raftækjum þann 14. október hafa Íslenska gámafélagið og Dropp…