Hreinna umhverfi Endurvinnsla Flokkað & skilað

Hvernig á að flokka í Covid-19 faraldrinum?

Hvað á að gera við notaðar grímur og hanska?

Á meðan heimurinn berst við Covid-19 þá fellur til ógrynnin öll af einnota grímum, hönskum og sótthreinsiklútum. Þessar einnota vörur er ekki hægt að endurvinna og eiga því að fara með almennu sorpi.

Allt of mikið af grímum og hönskum sjást á götunum og kringum ruslafötur og því mikilvægt að fólk taki þetta annað hvort með sér heim og hendi þessu þar eða gæti þess að þetta fari alveg ofan í ílátið svo það fjúki ekki upp úr. Gott er að klippa á böndin á grímunum ef hægt er, það kemur í veg fyrir að þær flækist í trjám eða dýrum.

Einnota hanskar 
Er ekki hægt að endurvinna og því eiga þeir alltaf að fara með almennu sorpi.

Grímur
Eiga að fara með almennu sorpi. Gott er að klippa á böndin ef hægt er.

Snýtibréf og handþurrkur
Eiga að fara með almennu sorpi.

Endurvinnsluhráefni, s.s. plastumbúðir, pappi/pappír og minni málmhlutir
Flokkun á endurvinnsluhráefni helst óbreytt, þ.e. það þarf að vera hreint til þess að vera hæft til endurvinnslu. Sjá frekari leiðbeiningar um flokkun í Grænu tunnuna.

 

Einnota grímur og hanskar eru óendurvinnanlegir hlutir og eiga EKKI heima í endurvinnslutunnum.

Hefur þú fleiri spurningar?

"*" indicates required fields

Tengdar greinar

Hvað verður um pappír og pappa? (myndband)

Í meðfylgjandi myndbandi sést ferli frá innsöfnun pappírs og pappa að útflutningi til móttökuaðila erlendis.

Tilkynning vegna starfa okkar við sorphirðu á Álftanesi

Vegna þeirra umræðu sem hefur skapast vegna starfa okkar við sorphirðu frá heimilum á Álftanesi…

Tilkynning um gjaldskrárbreytingu á landsbyggðinni

Gjaldskrárbreytingar á hráefni og þjónustu.