Endurvinnsla

Hvað verður um pappír og pappa? (myndband)

Í meðfylgjandi myndbandi sést ferli frá innsöfnun pappírs og pappa að útflutningi til móttökuaðila erlendis.

Mikilvægi endurvinnslu hefur aldrei verið meiri. Fyrir hvert endurunnið tonn af pappír sparast 17 tré og 26.000 lítrar af vatni. Pappír er auðvelt að endurvinna þó að trefjar hans styttist með hverri endurvinnslu, en hægt er að endurvinna sömu pappírstrefjarnar um 5-6x og jafnvel oftar.

Í tunnu fyrir pappír og pappa má setja pappír, bylgjupappa, fernur og sléttan pappa, dagblöð og tímarit. Til að hægt sé að endurvinna umbúðir/hráefni þarf það að vera hreint. Það er því mikilvægt að tæma og hreinsa matarleifar úr umbúðunum, annars eiga þær heima með blönduðum úrgangi. 

Við komum og losum tunnurnar en bílarnir okkar eru margir tvískiptir og losa þá pappír og plast á sama tíma. Bíllinn er losaður í flokkunarskemmu okkar og þar fer fram frekari flokkun á pappírnum. Tryggja þarf að pappírinn sé ekki blandaður öðrum efnisflokkum og fer pappírinn því í gegnum ýmis stig flokkunar. Að lokum endar endurvinnanlegi pappírinn í sér hólfum og er svo mokað í vél sem pressar hann í bagga sem hver er um 800kg að þyngd. Þá er pappírinn tilbúinn til útflutnings og böggunum er raðað í skipagáma sem fluttir eru til móttökuaðila okkar í Evrópu og þar er hráefnið endurunnið. Glæný vara verður til – sem endar að lokum aftur í höndum neytenda.

Sjáðu ferlið í myndbandinu hér fyrir neðan

Tengdar greinar

Tilkynning vegna starfa okkar við sorphirðu á Álftanesi

Vegna þeirra umræðu sem hefur skapast vegna starfa okkar við sorphirðu frá heimilum á Álftanesi…

Tilkynning um gjaldskrárbreytingu á landsbyggðinni

Gjaldskrárbreytingar á hráefni og þjónustu.

Tilkynning um gjaldskrárbreytingu

Gjaldskrárbreytingar á hráefni og þjónustu.