Skýrslur yfir magntölur er hægt að fá daglega með tölvupósti. Þetta kerfi hentar vel þar sem margir deila sorpgeymslu því með þessu kerfi fær hvert fyrirtæki nákvæma skráningu á sínum úrgangsflokkum og borga förgunargjöld í samræmi við það. Hver notandi eða deild fær aðgang að kerfinu og þegar hent er í ílátið nemur vogin þyngdaraukningu í ílátinu og skráir notkunina á viðkomandi notanda.

Með skráningu upplýsinga í rauntíma fæst betra utanumhald á sorpflokkun hvers og eins notanda. Eins geta notendur séð flokkunarhlutfall, sett sér markmið í flokkun og borið saman árangur milli mánaða.

• Rauntímaskráning hráefna yfir í skýið
• Tölvupóstur með dagsskýrslu/lotuskýrslu
• Skráning fer fram í gegnum snertiskjá og/eða rafrænar kortalausnir.
• Kerfið er sítengt í gegnum WIFI eða 4G.
• Minniskort er í búnaðinum sem heldur utan um upplýsingar í 2 ár.

•  Auðvelt viðmót og þægilegt að gera breytingar.
•  CE vottaður búnaður.
•  Vigtunarbúnaður er löggildingarhæfur.
•  Hægt að skipta eftir deildum og/eða fyrirtækjum.
• Ársskýrslur fyrir græna bókhaldið.
• Leiðréttingar í skýinu.
• Hægt að taka út gögn sem Excel og Word skjöl.
• Auðvelt að leiðrétta mistök í forskráningu.
• Rekjanleiki í breytingum og staðfestingu upplýsinga eftir forskráningu.

Hafa samband

Viljir þú kynna þér snjalllausnir betur þá eru sölumenn Íslenska gámafélagsins þér innan handar

Söludeild

Sala og ráðgjöf

[email protected]