Skýrslur yfir magntölur er hægt að fá daglega með tölvupósti. Þetta kerfi hentar vel þar sem margir deila sorpgeymslu því með þessu kerfi fær hvert fyrirtæki nákvæma skráningu á sínum úrgangsflokkum og borga förgunargjöld í samræmi við það. Hver notandi eða deild fær aðgang að kerfinu og þegar hent er í ílátið nemur vogin þyngdaraukningu í ílátinu og skráir notkunina á viðkomandi notanda.
Með skráningu upplýsinga í rauntíma fæst betra utanumhald á sorpflokkun hvers og eins notanda. Eins geta notendur séð flokkunarhlutfall, sett sér markmið í flokkun og borið saman árangur milli mánaða.