Fréttir Flokkað & skilað

Heimsókn til Stena Recycling

Í byrjun október fóru starfsmenn Íslenska gámafélagsins til Svíþjóðar til að skoða aðstöðu hjá móttökuaðilanum Stena Recycling fyrir raftæki og plastumbúðir til endurvinnslu.

Í byrjun október fóru starfsmenn Íslenska gámafélagsins til Svíþjóðar til að skoða aðstöðu hjá móttökuaðilanum Stena Recycling fyrir raftæki og plastumbúðir til endurvinnslu.

Fylgst var með hvernig tekið er á móti raftækjum og hvernig þau eru meðhöndluð frá upphafi og þar til öll efni í þeim hafa verið aðskilin og allt komið til endurvinnslu sem hægt er. Raftækin eru hökkuð og með mismunandi tækni eru efnin aðskilin, allt frá verðmætum málmum til mismunandi plasttegunda. Sem dæmi um efni sem næst að aðskilja og safna er gull og á einu ári nær fyrirtækið að endurheimta um 400 kg af gulli úr raftækjunum. Á heimsvísu falla árlega til um 50 milljón tonn af raftækjaúrgangi og einungis um 20% af því magni endar í endurvinnsluferli. Það er því mikið af verðmætum málmum sem við missum úr hringrásarhagkerfinu og til mikils að vinna við að bæta flokkun á raftækjum.

Einnig var farið í útibú Stena sem sérhæfir sig í endurvinnslu á plastumbúðum og hörðu plasti. Plastumbúðir eru margs konar og oft úr blöndu af mismunandi plastgerðum sem erfitt eða ómögulegt er að aðskilja. Það þarf því sérhæfða tækni til að flokka þessar umbúðir eftir því sem þær eru endurvinnanlegar eða ekki. Afurðir Stena eru m.a. flögur úr HDPE og PP úr hörðu plasti og LDPE úr mjúku plasti sem nýtast til frekari endurvinnslu í Evrópu.

Endurvinnsla á plastumbúðum er afar sérhæfð og erfitt getur verið að finna móttökuaðila fyrir þennan úrgangsflokk. Aðal tilgangur ferðarinnar að taka út þessa starfsemi þar sem til skoðunar er að senda plastumbúðir þangað til endurvinnslu. Heimsóknin var liður í úttekt sem Íslenska gámafélagið gerir á fyrirtækinu sem móttökuaðila og er úttektin enn í gangi. Úttektin gengur út á að tryggja a meðhöndlunin á hráefninu sé eftir öllum settum kröfum og ef sú úttekt kemur vel út mun Íslenska gámafélagið senda þær plastumbúðir sem það safnar þangað til endurvinnslu.

Tengdar greinar

Hvað verður um pappír og pappa? (myndband)

Í meðfylgjandi myndbandi sést ferli frá innsöfnun pappírs og pappa að útflutningi til móttökuaðila erlendis.

Tilkynning vegna starfa okkar við sorphirðu á Álftanesi

Vegna þeirra umræðu sem hefur skapast vegna starfa okkar við sorphirðu frá heimilum á Álftanesi…

Tilkynning um gjaldskrárbreytingu á landsbyggðinni

Gjaldskrárbreytingar á hráefni og þjónustu.