Hafðu samband

Ert þú með spurningar eða ábendingu? Ekki hika við að senda okkur skilaboð. Við þiggjum öll ráð og þitt álit skiptir okkur máli. Þú getur náð í okkur í gegnum síma, tölvupóst eða komið við á einni starfsstöð okkar.

Kalkslétta 1

162 Reykjavík 577 5757 [email protected]

Opið á skrifstofu

Virka daga: 8:00 - 16:00

Algengar spurningar

Náttúran er takmörkuð auðlind sem ber að nýta vel. Endurvinnsla sparar auðlindir jarðar, orku og dregur úr urðun.
Sem dæmi um orkusparnarð þá krefst endurvinnsla áls aðeins 5% þeirrar orku sem þarf við frumvinnslu áls.
Í tilviki pappírs þarf 60% minni orku við endurvinnslu pappírs en frumvinnslu hans. Endurvinnsla pappírs sparar auðlindir því fyrir hvert tonn af endurunnum pappír sparast 17 tré.

Þar að auki veldur endurvinnsla mun minni mengun en frumvinnsla. Sem dæmi má taka að við endurvinnslu pappírs myndast 70% minni loftmengun en við frumvinnslu hans.

Með því að flokka og endurvinna lengjum við líftíma urðunarstaða þannig að lengri tími líður þar til við þurfum að finna nýjan. Til dæmis sparast allt að 3m3 í landfyllingu fyrir hvert tonn af pappír sem fer í endurvinnslu.

Flestallar endurvinnslustöðvar taka við kertaafgöngum og koma þeim í endurvinnslu.

Nei, það er ónauðsynegt að rífa plasttapana af fernum. Til er sérgreindur endurvinnsluferill fyrir fernunar þar sem tapparnir eru aðgreindir frá.

Nei, það er ónauðsynlegt að rífa álfilmuna innan úr djúsfernum. til er sérgreindur endurvinnsluferill fyrir fernunar þar sem filman er aðgreind frá.

Maísburðarpokinn er 26 míkron að þykkt og samkvæmt álagsprófi þolir hann 26kg tog en venjulegur plastpoki þolir 24 kg. Maísburðarpokinn þolir meira tog en venjulegur plastpoki og hentar sérstaklega vel undir lífrænan úrgang.

Til að ná fram lengri geymslutíma fyrir notkun er best að geyma pokann fjarri ljósi og hita. Pokinn er í fullu gæðum fyrstu 6 mánuðina. Maíspokar hentar einstaklega vel undir sem pokar undir lífrænt

Pokarnir sem Íslenska Gámafélagið kaupir frá Ceplast innihalda ekki erfðabreyttan maís. Fyrirtækið sem framleiðir hrávöruna, MATER-BI sem notað er í maísburðarpokana notast ekki við erfðabreyttan maís. Kornið sem notað er til framleiðslunnar er ræktað í Evrópu í samræmi við þá staðla sem þar gilda og er ekki erfðabreytt. Þá er notuð matarolía við framleiðsluna sem einnig er unnin úr óerfðabreyttu hráefni. Hér er hlekkur á heimasíðu Novamont sem framleiðir og hefur einkaleyfi á þessu hráefni og lýsir enn frekar maíspokanum og hráefninu MATER-BI og þeim umhverfiskröfum sem þeir gera til vörunnar. Jafnframt er annar hlekkur á þær vottanir sem fyrirtækið uppfyllir.

Samkvæmt skýrslu frá framleiðanda þá þarf um 0,03 hektara lands af maís og 0,14 hektara lands af jurtaolíu til að framleiða 1 tonn af maíspokum sem gera ca 100.000 innkaupapoka. Til að setja þetta í samhengi þá getur þurft um 4 hektara lands til að framleiða 1 tonn af nautakjöti. Það er því ekki mikið landsvæði sem þarf til framleiðslunnar. Maís er ekki eina jurtin sem notuð er í framleiðsluna því einnig er hægt að nota mjölmiklar kartöflur, þistil ofl. Þessi atriði skipta máli í sambandi við það hvort framleiðslan er í samkeppni við framleiðslu á mat handa hungruðum heimi en svo er ekki í þessu tilfelli. Á það má svo benda að skortur á landssvæðum til ræktunar er minna vandamál en sú staðreynd að 30% af framleiddum matvælum er hent árlega.

Afgangslyfjum og umbúðum sem hafa komist í snertingu við þau skal skila í apótek til eyðingar. Ytri umbúðum (pappi/plast) lyfjanna, sem ekki hafa komist í snertingu við lyfin, má skila til endurvinnslu.

Sjá nánari upplýsingar hér: https://www.lyfjastofnun.is/lyfjaskil/lyfjum-skilad-i-apotek-til-eydingar

Sprautunálum skal skilað í apótek í lokuðum ílátum.

Sjá nánari leiðbeiningar hér: https://www.lyfjastofnun.is/lyfjaskil/lyfjum-skilad-i-apotek-til-eydingar

Meginreglan er sú, að plast sléttir aftur úr sér eftir að það er krumpað, ál helst hins vegar krumpað. Pappír má auðveldlega rífa. Hins vegar getur verið að um blandaðar umbúðir sé að ræða sem ekki er hægt að aðgreina auðveldlega í plast, pappa eða ál.
Mjólkurfernur og djúsfernur eru endurvinnanlegar þar sem til er sérgreindur endurvinnsluferill fyrir þær. Ekki þarf að rífa plasttappa eða álfimur frá.

Pic-Nic dósir, sem eru afar vinsælar í jólaboðum, eru dæmi um blandaðar umbúðir sem ekki er hægt að aðgreina auðveldlega í pappa, plast og málma. Þar sem ekki er til sérstakur endurvinnsluferill fyrir sorphirðu dósirnar, eru þær ekki tækar til endurvinnslu og teljast almennt sorp.

Brúna tunnan er ætluð fyrir lífrænan eldhúsúrgang sem fer til jarðgerðar.

Lífrænum garðaúrgangi má skila á gámasvæði í sveitarfélögum, en sé um lítið magn að ræða má setja það í maíspoka í brúnu tunnuna.

Flokkunarleiðbeiningar fyrir brúnu tunnuna eru aðgengilegar hér 

Ef þú ert ekki með brúna tunnu, getur þú fengið hjá okkur ílát fyrir heimajarðgerð. 30-35% af heimilissorpi er lífrænn úrangur sem hægt er að endurvinna, sem dæmi verður 1 kíló af lífrænum úrgangi um 0,6 kíló af moltu.

Sorphirðudagatöl okkar eru aðgengileg hér

Já, það er nauðsynlegt að skola plastumbúðir áður en þær fara í plast tunnuna. Hvorki  matarleifar né efnaleifar mega vera á plastinu því þá eru það ekki tækt til endurvinnslu.

Bein og kjötafgangar sem geta innihaldið heila- eða mænuvef úr sauðfé eða nautgripum eiga að fara með almennu sorpi. Það sama gildir um stór bein, t.d. af lambalæri.

Já, allur jólapappír en límbönd og gjafaborðar eru ekki tæk til endurvinnslu.

Ef þú ert með brúna tunnu ferðu eftir flokkunarleiðbeningum hér
Brúna tunnan er í boði fyrir öll fyrirtæki og íbúa þeirra sveitarfélaga sem við þjónustum og býður upp á lífræna flokkun.
Ef þú ert ekki með brúna tunnu, getur þú alltaf fengið hjá okkur moltugerðartunnu og búið til þína eigin moltu heima. Hvert kíló af lífrænum úrgangi gerir um 0,6 kíló af moltu. Molta – sjá frekari upplýsingar um moltugerðartunnu hér

Plastflöskur og áldósir mega fara í grænu tunnuna en þá er ekki greitt skilagjald fyrir þær. Endurvinnslan hf., SORPA bs. og fleiri taka við skilagjaldsskyldum umbúðum og greiða skilagjald fyrir.

Litlir málmhlutir á borð við lok af krukkum, álbakkar og niðursuðudósir mega fara á grenndarstöðvar. Stærri málma skal koma með á endurvinnslustöðvar. Við getum útvegað gáma og sótt þá þegar um mikið magn er að ræða.

Ef pokinn er merktur jarðgeranlegur (e.compostable) má hann fara í brúnu tunnuna, annars ekki.

Pokar sem verslanir bjóða upp á sem burðarpoka eru úr mismunandi efnum og eru sumir þeirra jarðgeranlegir og búnir til úr lífrænum hráefnum, en aðrir eru búnir til úr niðurbrjótanlegum efnum (e.biodegradable) sem ekki er æskilegt í jarðgerð.