Flokkað & skilað

Græna tunnan auðveldar flokkunina

Græna tunnan er fyrir pappa, pappír, plast og litla málmhluti
– Muna að skola plastið og niðursuðudósir vel!

Allir einstaklingar og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og í kringum starfsstöðvar okkar um landið geta pantað Grænu tunnuna. Græna tunnan er hluti af lausninni okkar sem við köllum “þriggja tunnu kerfi” en þessi lausn hefur reynst afar vel allt frá því 2008 þegar Stykkishólmur, fyrst sveitarfélaga á Íslandi, tók ákvörðun um að allir íbúar myndu flokka heimilissorpið sitt. Síðan þá hafa fjölmörg sveitarfélög bæst í hópinn og þannig náð að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til sveitarfélaga um minnkun á sorpi sem fer til urðunar.

Þriggja tunnu kerfið samanstendur af:

 • Grænni tunnu þar sem má setja allan pappír, bylgjupappa, plast og minni málmhluti s.s. niðursuðudósir, lok o.fl.
 • Brúnni tunnu sem tekur við öllu lífrænu sorpi
 • Grárri tunnu sem tekur við óendurvinnanlegu sorpi.

Einstaklega þæginlegt er að flokka í Grænu tunnuna því allt endurvinnsluefnið er sett í eina tunnu.

 

 • Dagblöð og tímarit
 • Kvittanir
 • Bylgjupappi, td. pizzakassar
 • Skrifstofupappír og umslög
 • Umbúðir úr pappír, td. morgunkornskassar og mjólkurfernur
 • Plastumbúðir, td. sælgætisbréf og popppokar
 • Plastfilma
 • Niðursuðudósir
 • Álpappír
 • Krukkulok
 • Kaffimál og lok
 • Jólagjafapappír

 

 

Allt þetta og fleira má fara beint í tunnuna, passa þarf að hafa endurvinnsluefnið eins hreint og hægt er. Sjá nánar á flokkunartöflu fyrir grænu tunnuna.

Hægt er að fá ýmsar stærðir af tunnum; 240ltr er þessi hefðbundna stærð á ruslatunnum sem flestir þekkja. Einnig er hægt að fá stærri gerðir; 660ltr og 1100ltr en þær stærðir passa betur fyrir fyrirtæki og stærri húsfélög. Tunnan er losuð eftir þörfum hvers og eins en ef miðað er við eina losun í mánuði á 240ltr tunnunni fyrir einstaklinga kostar það um 1400 kr á mánuði.

Er Græna tunnan eitthvað fyrir þig?

Hafðu samband í síma 577 5757 eða pantaðu hana hér.

Tengdar greinar

Tilkynning um gjaldskrárbreytingu á landsbyggðinni

Gjaldskrárbreytingar á hráefni og þjónustu.

Bréfpokar í stað maíspoka fyrir matarleifar

Breytingin tekur gildi um áramót á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Suðurlandi og Reykjanesi.

Tilkynning um gjaldskrárbreytingu

Gjaldskrárbreytingar á hráefni og þjónustu.