Fréttir Hættum að urða

Evrópa í nauð þarf íslenskan úrgang í miðri orkukreppu

Grein eftir Helgu Ósk Eggertsdóttur birtist í Morgunblaðinu 10.02.23

"Urðun eða orkunýting? Síðari kosturinn er bæði sjálfbærari og hagkvæmari."

Greinin er birt með góðfúslegu leyfi Helgu og Geminor 

Ísland er nú að velta því fyrir sér hvort senda eigi úrgang til urðunar eða senda til Evrópu til orkunýtingar. Síðari kosturinn er bæði sjálfbærari og hagkvæmari.

Minni verslunarstarfsemi í Evrópu, sem að hluta til er afleiðing stríðsins í Úkraínu, leiðir til minna aðgengis að bæði heimilis- og atvinnusorpi um alla álfuna. Skortur á úrgangi er meiri áskorun en nokkru sinni fyrr fyrir hinar fjölmörgu sorpbrennslustöðvar til orkuframleiðslu í Skandinavíu og ESB, sem allar eru háðar aukaeldsneyti til orkuframleiðslu eins og rafmagni og hita. Vaxandi eftirspurn eftir úrgangi í vetur hefur gert það að verkum að flest lönd innan ESB „leita“ eftir meiri úrgangsauðlindum, og hefur það skapað meiri eftirspurn og nýjar markaðsaðstæður.

Árið 2021 voru framleidd um 1.305.149 tonn af heimilis- og iðnaðarúrgangi á Íslandi. Þar af voru um 20% flutt út til endurvinnslu, en allt að 67% voru urðuð eða notuð sem fyllingarefni. Meirihluti urðaðs úrgangs er flokkaður afgangsúrgangur, sem hentar vel til orkunýtingar og ber að meðhöndla sem verðmæta vöru.

Þess vegna verður núverandi þörf fyrir úrgang í Evrópu mikilvægur þáttur í áframhaldandi umræðu um sorphirðu á Íslandi.

 

Urðunaráskorunin

Við núverandi aðstæður eru mjög fáar ef einhverjar góðar ástæður fyrir urðun úrgangs á Íslandi. Í fyrsta lagi er urðun mengunarmesta leiðin til að koma úrgangi fyrir og myndar hættulegar urðunargastegundir eins og metan. Þetta er ástæðan fyrir því að urðun er mikið umhverfisvandamál bæði í Evrópu og öðrum heimshlutum.Þegar kemur að kostnaði við að skila úrgangi gera núverandi markaðsaðstæður það að verkum að ódýrara er að flytja íslenskan úrgang til Evrópu en að urða hann. Flutningurinn er einnig leystur á skilvirkan hátt með því að flytja ballaðan úrgang í gámum sem annars færu tómir til Evrópu. Þessi skilaflutningur er ekki bara ódýrari en venjulegur flutningur heldur minnkar hann CO 2 -fótspor skipafélaganna og gerir flutninginn sjálfbærari.

Eins og er eru bæði rekstrar- og skipulagslausnir fyrir hendi á Íslandi til að meðhöndla og flytja íslenskan úrgang til Evrópu þar sem hann nýtist til framleiðslu á verðmætri orku. Margar orkunýtingarstöðvar í álfunni lýsa yfir þörf fyrir þær úrgangsauðlindir sem Ísland hefur upp á að bjóða.

Eftir stendur pólitískur vilji til að senda meira af íslenskum úrgangi til útlanda.

Með því leysir Ísland ekki aðeins sjálfbærni á landsvísu heldur mun það einnig leggja sitt af mörkum til að draga úr afleiðingum orkukreppunnar sem Evrópa stendur frammi fyrir í vetur.

Höfundur er fjármála- og flutningafulltrúi hjá norska auðlindastjórnunarfyrirtækinu Geminor AS. [email protected]

Tengdar greinar

Tilkynning um gjaldskrárbreytingu á landsbyggðinni

Gjaldskrárbreytingar á hráefni og þjónustu.

Bréfpokar í stað maíspoka fyrir matarleifar

Breytingin tekur gildi um áramót á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Suðurlandi og Reykjanesi.

Tilkynning um gjaldskrárbreytingu

Gjaldskrárbreytingar á hráefni og þjónustu.