Fréttir Flokkað & skilað

Er þitt fyrirtæki tilbúið?

Samræmt flokkunarkerfi verður tekið í notkun eftir áramót.
Flokkun verður eins um allt land!

Nýtt samræmt flokkunarkerfi

Með síðustu breytingum á lögum nr 55 frá 2003 um meðhöndlun úrgangs er lögaðilum gert skylt að flokka með sérsöfnun í eftirfarandi flokka:

• Pappír og pappi
• Plastumbúðir
• Lífrænn eldhúsúrgangur
• Almennt sorp

Samræmt flokkunarkerfi yfir allt land er mikilvægt fyrir innleiðingu hringrásarhagkerfis á Íslandi og stórt framfaraskref í baráttunni gegn loftslagsvánni þar sem sýnt hefur verið fram á að sérsöfnun á hráefni leiði til meiri og betri flokkunar.

 

Merkingar

Þessar breytingar taka gildi 1. janúar næstkomandi og með þeim verður loksins komið á samræmdu flokkunarkerfi um landið allt sem hefur mikið verið kallað eftir. Þá er lögaðilum einnig skylt að nota samræmdar flokkunarmerkingar sem mun einfalda fólki mikið við flokkun. Merkingarnar sem verða notaðar eru samnorrænar og mikið af innfluttum vörum frá Norðurlöndunum eru merktar með þessum merkjum til að leiðbeina neytendum hvernig skuli flokka.

Hér er hlekkur á samræmdu flokkunarmerkingarnar 

Hvað breytist?

Með þessum lagabreytingum verður ekki hægt að bjóða upp á Grænu tunnuna lengur því söfnun í hana fellur ekki undir sérsöfnun á hráefni. Fyrirtæki þurfa því að aðskilja söfnun á plasti, pappír í tvær mismunandi tunnur og málmum í þá þriðju í starfsemi þar sem málmar falla til.

Hafðu samband

Sölumenn okkar taka vel á móti þér í síma 577 5757 eða [email protected]

Söludeild

Sala og ráðgjöf

[email protected]

Tengdar greinar

Hvað verður um pappír og pappa? (myndband)

Í meðfylgjandi myndbandi sést ferli frá innsöfnun pappírs og pappa að útflutningi til móttökuaðila erlendis.

Tilkynning vegna starfa okkar við sorphirðu á Álftanesi

Vegna þeirra umræðu sem hefur skapast vegna starfa okkar við sorphirðu frá heimilum á Álftanesi…

Tilkynning um gjaldskrárbreytingu á landsbyggðinni

Gjaldskrárbreytingar á hráefni og þjónustu.