Endurvinnsluhráefni úr Grænu tunnunni

Endurvinnsla árið 2019
Heildar endurvinnsluhráefni sem flutt var erlendis til efnislegrar endurvinnslu frá okkur árið 2019 var í kringum 16.700 tonn. Við sendum allskyns hráefni til endurvinnslu sem dæmi má nefna rafgeyma, ýmsar tegundir málma, plastumbúða og pappír. Dæmi um lönd sem taka við hráefni frá okkur til endurvinnslu eru Svíþjóð, Bretland og Holland.
Af þessu magni má áætla að magn hráefnis sem kemur aðallega úr Grænu tunnunni frá heimilum og fyrirtækjum hafi verið um 2400 tonn en það jafngildir þyngd rúmlega 1500 fólksbíla!

Leggðu þitt af mörkum
Allir einstaklingar og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og í kringum starfsstöðvar okkar um landið geta pantað Grænu tunnuna. Græna tunnan er hluti af lausninni okkar sem við köllum “þriggja tunnu kerfi” en þessi lausn hefur reynst afar vel allt frá því 2008 þegar Stykkishólmur, fyrst sveitarfélaga á Íslandi, tók ákvörðun um að allir íbúar myndu flokka heimilissorpið sitt. Síðan þá hafa fjölmörg sveitarfélög bæst í hópinn og þannig náð að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til sveitarfélaga um minnkun á sorpi sem fer til urðunar.
Hægt er að fá ýmsar stærðir af tunnum; 240ltr er þessi hefðbundna stærð á ruslatunnum sem flestir þekkja. Einnig er hægt að fá stærri gerðir; 660ltr og 1100ltr en þær stærðir passa betur fyrir fyrirtæki og stærri húsfélög. Tunnan er losuð eftir þörfum hvers og eins en ef miðað er við eina losun í mánuði á 240ltr tunnunni fyrir einstaklinga kostar það um 1277 kr á mánuði.

Ítarlegri flokkunarleiðbeiningar fyrir Grænu tunnuna má sjá hér
Pantaðu Græna tunnu hér!
Tengdar greinar

Yfirlýsing vegna myndbands sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum
Í myndbandi sem gengur á samfélagsmiðlum af sorphirðu Íslenska gámafélagsins í Kópavogi sést hvar sótt…

Tilkynning – Götulokanir vegna leiðtogafundar Evrópuráðs
Viðskiptavinir ahugið! Breytingar á losunum vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu 16. og 17.maí n.k.