Fréttir

Breytingar á gjaldskrá frá 1.nóvember

Frá 1. nóvember verður gerð breyting á einstökum flokkum í gjaldskrá Íslenska gámafélagsins. Breytingin tekur mið af auknum flutningskostnaði og breyttu hrávöruverði.

Breytingar á gjaldskrá frá 1.nóvember

Frá 1. nóvember verður gerð breyting á einstökum flokkum í gjaldskrá Íslenska gámafélagsins. Breytingin tekur mið af auknum flutningskostnaði og breyttu hrávöruverði.

Breytingin felur í sér eftirfarandi:

  • Almennt sorp til orkuvinnslu hækkar í 52,08 kr/kg með vsk á höfðuborgarsvæðinu
  • Grænt efni til endurvinnslu hækkar í 24,4 kr/kg með vsk á landsvísu
  • Litað timbur hækkar í 27,4 kr/kg með vsk á höfuðborgarsvæðinu
  • Skilgreining á grófum úrgang breytist fyrir höfuðborgarsvæðið og Suðurland. Tekinn verður í notkun flokkurinn óflokkaður úrgangur sem notaður verður fyrir úrgang úr fyrirferðarmiklu efni sem flokka þarf sérstaklega áður en honum er komið í viðeigandi farveg, ýmist í endurvinnslu, brennslu til orkunýtingar eða í urðun. Verðið fyrir óflokkaðan úrgang verður 73,3 kr/kg með vsk. Verð fyrir grófan úrgang helst óbreytt en í þann flokk fer allt fyrirferðarmikið efni sem hefur engan farveg til endurvinnslu og krefst því ekki meðhöndlunar með vinnuvélum eða mannskap.

Tengdar greinar

Tilkynning um gjaldskrárbreytingu á landsbyggðinni

Gjaldskrárbreytingar á hráefni og þjónustu.

Bréfpokar í stað maíspoka fyrir matarleifar

Breytingin tekur gildi um áramót á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Suðurlandi og Reykjanesi.

Tilkynning um gjaldskrárbreytingu

Gjaldskrárbreytingar á hráefni og þjónustu.