Fréttir

Breytingar á gjaldskrá frá 1.nóvember

Frá 1. nóvember verður gerð breyting á einstökum flokkum í gjaldskrá Íslenska gámafélagsins. Breytingin tekur mið af auknum flutningskostnaði og breyttu hrávöruverði.

Breytingar á gjaldskrá frá 1.nóvember

Frá 1. nóvember verður gerð breyting á einstökum flokkum í gjaldskrá Íslenska gámafélagsins. Breytingin tekur mið af auknum flutningskostnaði og breyttu hrávöruverði.

Breytingin felur í sér eftirfarandi:

  • Almennt sorp til orkuvinnslu hækkar í 52,08 kr/kg með vsk á höfðuborgarsvæðinu
  • Grænt efni til endurvinnslu hækkar í 24,4 kr/kg með vsk á landsvísu
  • Litað timbur hækkar í 27,4 kr/kg með vsk á höfuðborgarsvæðinu
  • Skilgreining á grófum úrgang breytist fyrir höfuðborgarsvæðið og Suðurland. Tekinn verður í notkun flokkurinn óflokkaður úrgangur sem notaður verður fyrir úrgang úr fyrirferðarmiklu efni sem flokka þarf sérstaklega áður en honum er komið í viðeigandi farveg, ýmist í endurvinnslu, brennslu til orkunýtingar eða í urðun. Verðið fyrir óflokkaðan úrgang verður 73,3 kr/kg með vsk. Verð fyrir grófan úrgang helst óbreytt en í þann flokk fer allt fyrirferðarmikið efni sem hefur engan farveg til endurvinnslu og krefst því ekki meðhöndlunar með vinnuvélum eða mannskap.

Tengdar greinar

Gjaldskrá hráefna október 2023

Vegna mikillar óvissu og sveiflu á mörkuðum fyrir endurvinnsluhráefni munu verð flokka vera endurskoðuð mánaðarlega.

Gjaldskrá hráefna september 2023

Vegna mikillar óvissu og sveiflu á mörkuðum fyrir endurvinnsluhráefni munu verð flokka vera endurskoðuð mánaðarlega.

Þess vegna flokkum við

Hefur þú séð hvernig urðunarstaður lítur út? Myndirnar í myndbandinu af urðunarstöðunum voru teknar í…