Fréttir Flokkað & skilað

Bréfpokar í stað maíspoka fyrir matarleifar

Breytingin tekur gildi um áramót 2023/2024 á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Suðurlandi og Reykjanesi.

Breyting hefur verið gerð á söfnun á matarleifum við heimili, fyrirtæki og stofnanir og má nú ekki lengur nota maíspoka undir matarleifarnar. Eingöngu má nota bréfpoka.

Breytingin tekur gildi um áramót 2023/2024 á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Suðurlandi og Reykjanesi.

Ástæða breytinganna er sú að matarleifar frá þessum svæðum fara nú í gas-og jarðgerðarstöðina GAJA og brotna bréfpokarnir betur niður og festast síður í vélbúnaðinum sem þar er.

Í netverslun okkar má sjá ýmsar lausnir og margar stærðir bréfpoka fyrir matarleifar.

Tengdar greinar

Hvað verður um pappír og pappa? (myndband)

Í meðfylgjandi myndbandi sést ferli frá innsöfnun pappírs og pappa að útflutningi til móttökuaðila erlendis.

Tilkynning vegna starfa okkar við sorphirðu á Álftanesi

Vegna þeirra umræðu sem hefur skapast vegna starfa okkar við sorphirðu frá heimilum á Álftanesi…

Tilkynning um gjaldskrárbreytingu á landsbyggðinni

Gjaldskrárbreytingar á hráefni og þjónustu.