Borgarstjóri heimsækir Koparsléttu
Á dögunum kom Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur í heimsókn til okkar hjá Íslenska gámafélaginu.

Á dögunum kom Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur í heimsókn til okkar hjá Íslenska gámafélaginu. Hann skoðaði vinnustaðinn og spjallaði um starfsemina og nýja svæðið sem við höfum byggt upp hér á Koparsléttu við Esjurætur. Heimsókn borgarstjóra var liður í hverfaheimsóknum hans í Grafarvogi og á Kjalarnesi.
Með borgarstjóra á myndunum eru Jón Þórir Frantzson forstjóri Íslenska gámafélagsins, Ólafur Thordersen aðstoðarforstjóri og Birgir Kristjánsson framkvæmdastjóri hráefna- og útflutningssviðs.
Tengdar greinar

Gjaldskrárbreyting endurvinnsluhráefna febrúar 2023
Vegna mikillar óvissu og sveiflu á mörkuðum fyrir endurvinnsluhráefni munu verð eftirfarandi flokka vera endurskoðuð…

Staða sorphirðumála 16.01.23
Sorphirða gengur nú hægar en venjulega vegna veðurs og slæmrar færðar.