Fréttir

Vegna umfjöllunar um Swerec

Íslenska gámafélagið hefur sent blandaðar plastumbúðir til sænska fyrirtækisins Swerec til frekari flokkunar og endurvinnslu. Flokkun á þessu hráefni krefst sérhæfðrar meðhöndlunar sem fáir aðilar bjóða uppá.

Þegar upplýsingar bárust um meint misferli Swerec með tölulegar upplýsingar, höfðum við samband við fyrirtækið. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu hafa verið gerðar gagngerar endurbætur á ferlum þess og tækjabúnaði á undanförnum árum.

Þar sem fyrirtækið hafði gilt starfsleyfi og hlaut samþykki Úrvinnslusjóðs hélt ÍGF áfram að senda hráefni til fyrirtækisins.

Í ljósi nýrra frétta hefur Íslenska gámafélagið ákveðið að stöðva útflutning til fyrirtækisins þar til frekari upplýsingar um endurvinnsluferli Swerec hafa borist frá fyrirtækinu.

Tengdar greinar

Gjaldskrá hráefna í desember 2023

Vegna mikillar óvissu og sveiflu á mörkuðum fyrir endurvinnsluhráefni munu verð flokka vera endurskoðuð mánaðarlega.

Gjaldskrá hráefna nóvember 2023

Vegna mikillar óvissu og sveiflu á mörkuðum fyrir endurvinnsluhráefni munu verð flokka vera endurskoðuð mánaðarlega.

Samstarfsverkefni ÍGF og Dropp

Í tilefni af alþjóðlegum söfnunardegi á raftækjum þann 14. október hafa Íslenska gámafélagið og Dropp…