Almennir skilmálar

Almennir þjónustu- og leiguskilmálar Íslenska gámafélagsins ehf.

Skilmálar þessir gilda um þjónustu er Íslenska gámafélagið ehf. (félagið) veitir viðskiptavinum sínum, nánar tiltekið um leigu á munum og losun úrgangs hjá viðskiptavinum. Um vörusölu gilda sérstakir skilmálar sem er að finna á heimasíðu Íslenska gámafélagsins ehf.

Kaup neytenda á þjónustu samkvæmt skilmálum þessum teljast þjónustukaup og gilda um þau kaup lög um þjónustukaup nr. 42/2000. Um kaup annarra á þjónustu samkvæmt skilmálum þessum gilda ólögfestar meginreglur kröfuréttar.

Leiguskilmálar

Vísað er til skilmála þessara í leigusamningum við viðskiptavini og samþykkja viðskiptavinir skilmála þessa með gerð ndirritun leigusamninga. Í leigusamningi er tilgreint hvar leigutaki varðveitir leigumun. Leigutaka er óheimilt að flytja leigumun af leigustað sem tilgreindur er í leigusamningi, nema með samþykki leigusala.

Leigutakar skuldbinda sig til að fara vel með leigða muni og skuldbinda sig til staðsetja leigumuni á öruggan hátt svo ekki skapist hætta fyrir vegfarandur og aðra. Þá skuldbinda leigutakar sig til að staðsetja leigumuni með þeim hætti að ekki skapist hætta við losun þeirra. Leigumuni skal m.a. staðsetja fjarri húsveggjum og öðrum veggjum svo ekki skapist hætta á skemmdum við losun leigumuna. Leigumunir eru í öllum tilvikum alfarið á ábyrgð leigutaka og bera leigutakar fulla ábyrgð á skemmdum og tjóni sem leigumunir kunna að verða fyrir. Þá bera leigutakar ábyrgð á hvarfi leigumuna og öllu tjóni sem hljótast kann af leigumunum eða af völdum leigumuna og notkun leigutaka á þeim. Ef leigumunur glatast eða skemmist ber leigutaka að greiða leigusala skaðabætur sem nemur andvirði leigumunar eða viðgerðarkostnaði. Leigutakar bera ábyrgð á þrifum á leigumunum á leigutíma og skuldbinda sig til að þrífa leigumuni reglulega. Leigutakar skulu halda leigumunum vel við og þegar tilkynna leigutaka ef skemmdir eða bilanir verða á leigumunum.

Leigusali ber ábyrgð á eðlilegu sliti leigumunar og skal leigusali lagfæra leigumun ef um eðlilegt slit er að ræða vegna eðlilegrar notkunar leigumunar. Ef leigumunur reynist ónothæfur vegna eðlilegs slits og eðlilegrar notkunar skal leigusali afhenda leigutaka nýjan leigumun án kostnaðar.

Leigutaki skuldbindur sig til að fylgja fyrirmælum og leiðbeiningum leigusala um nýtingu leigumunar. Leigutaka ber að nýta leigumun í samræmi við fyrirmæli leigusala og notkunarleiðbeiningar framleiðanda leigumunar. Leigutaka er m.a. óheimilt

  1. að nýta leigumun á annan hátt en þann sem til er ætlast í leigusamningi.
  2. að geyma þyngri efni í leigumun en leigumunur þoli og sem er í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda leigumunar.
  3. að losa spilliefni eða annan sambærilegan úrgang í leigumun.
  4. að breyta leigumun án samþykkis leigusala.
  5. að framselja, lána eða leigja leigumun til þriðja aðila.
  6. að flytja leigumun úr landi.
  7. að fela öðrum en leigusala eða annast sjálfur losun úr leigumun og framkvæma viðhald/breytingar á leigumun.

Umsamið leiguverð samkvæmt leigusamningi tekur breytingum til hækkunar í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs á þeim tíma er leigusamningur er gerður. Grunnvísitala neysluverðs er gildandi vísitala í þeim mánuði er leiga hefst. Leigugjald helst óbreytt ef vísitala neysluverðs lækkar á milli mánaða. Reikningur vegna leigu er sendur leigutaka um hver mánaðarmót og er eindagi reiknings 10 dögum eftir útgáfudag. Dragist greiðsla fram yfir eindaga reiknast dráttarvextir skv. lögum nr. 38/2001 frá útgáfudegi reiknings til greiðsludags. Dragist greiðsla reiknings í 15 daga fram yfir eindaga áskilur leigusali sér rétt til að fela innheimtuaðila innheimtu kröfunnar og ber leigutaka að greiða innheimtukostnað sem af þeirri innheimtu hlýst. Dragist greiðsla reiknings í 15 daga fram yfir eindaga er leigusala rétt að rifta leigusamningi við leigutaka og taka leigumun úr vörslu leigutaka. Þá er leigusala heimilt að rifta leigusamning um leigumun ef leigutaki brýtur á einhvern hátt gegn ákvæðum skilmála þessara og gegn ákvæðum leigusamnings, s.s. gegn skyldum sínum skv. 6. gr. skilmála þessara.

Við lok leigutíma skulu leigutakar skila leigumunum óskemmdum að teknu tilliti til eðlilegs slits leigumunar vegna venjulegrar notkunar. Þá skulu leigutakar skila leigumunum hreinum. Sé leigmunum ekki skilað hreinum skulu leigutakar greiða leigutaka fyrir þrif leigumuna samkvæmt gjaldskrá leigusala.

Þjónustuskilmálar

Vísað er til skilmála þessara í þjónustusamningum við viðskiptavini um losun á úrgangi og samþykkja viðskiptavinir skilmála þessa með gerð þjónustusamninga. Í leigusamningi eða fylgiblaði með leigusamningi kemur/koma fram númer, gerð og stærð íláts/íláta sem tæma skal, hvar ílát er/eru staðsett, hvenær tæma skuli ílát og um hvaða úrgang sé að ræða.

Viðskiptavinir skuldbinda sig til að hafa ílát aðgengileg fyrir losun og að þau séu þannig staðsett að ekki skapist hætta á tjóni við losun þeirra. Ílát skulu vera amk 2 metra frá vegg og skal lofthæð vera 5-6 metrar svo losun sé aðgengileg.

Viðskiptavinir skulu flokka úrgang í ílát og er félaginu óskylt að tæma ílát nema úrgangur hafi verið flokkaður í samræmi við þjónustusamning aðila. Viðskiptavinir skuldbinda sig til að tryggja að spilliefni fari ekki í ílát sem tæma skal. Ef úrgangur er ekki rétt flokkaður áskilur félagið sér rétt til að krefja viðskiptavin um greiðslu kostnaðar vegna þessa skv. gjaldskrá félagsins. Þá skuldbindur viðskiptavinur sig til að greiða sektir og önnur útgjöld sem kunna að hljótast vegna rangrar flokkunar viðskiptavinar á úrgangi.

Félagið skráir tæmingu íláta, dagsetningar tæminga ítláta, gerð úrgangs og magn úrgangs. Þær upplýsingar eru aðgengilegar viðskiptavini hjá félaginu.

Umsamið verð fyrir þjónustu samkvæmt þjónustusamningi tekur breytingum til hækkunar í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs á þeim tíma er þjónustusamningur var gerður. Grunnvísitala neysluverðs er gildandi vísitala í þeim mánuði er samningur var gerður.  Gjald fyrir þjónustuna helst óbreytt ef vísitala neysluverðs lækkar á milli mánaða. Reikningur vegna þjónustu er sendur viðskiptavini um hver mánaðarmót og er eindagi reiknings 10 dögum eftir útgáfudag. Dragist greiðsla fram yfir eindaga reiknast dráttarvextir skv. lögum nr. 38/2001 frá útgáfudegi reiknings til greiðsludags. Dragist greiðsla reiknings í 15 daga fram yfir eindaga áskilur félagið sér rétt til að fela innheimtuaðila innheimtu kröfunnar og ber viðskiptavini að greiða innheimtukostnað sem af þeirri innheimtu hlýst. Dragist greiðsla reiknings í 15 daga fram yfir eindaga er félaginu rétt að rifta þjónustusamningi við viðskiptavin. Þá er félaginu heimilt að rifta þjónustusamningi við viðskiptavin ef viðskiptavinur brýtur á einhvern hátt gegn ákvæðum skilmála þessara og þjónustusamnings.

Óski viðskiptavinur/leigutaki eftir reikningsviðskiptum við félagið heimila þeir félaginu að leggja áður mat á greiðsluhæfi viðskiptavinar/leigutaka og er félaginu í því skyni m.a. heimilað að afla áhættumatsgreiningar hjá Creditinfo.

Félagið skuldbindur sig til að gæta trúnaðar gagnvart viðskiptavini/leigutaka um öll atriði er varða viðskipti aðila. Ef ágreiningur rís vegna samninga við viðskiptavini/leigutaka skulu ágreiningsmál rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.