Öryggisstefna

Hjá Íslenska Gámafélaginu sættum við okkur ekki við slys og daglega leitum við leiða til að bæta öryggi starfsmanna. Grunnurinn að slysalausum vinnustað eru góð umgengni og öguð vinnubrögð. Íslenska Gámafélagið leggur áherslu á að tryggja öryggi, vellíðan og starfsánægju með því að:

 • Reglur og leiðbeiningar séu skýrar og aðgengilegar
 • Starfsmenn séu vel upplýstir og þekki þær öryggisreglur sem eru í gildi á vinnustaðnum
  og fari eftir þeim
 • Starfsmenn staldri við og leiti stöðugt leiða til að auka öryggi í leik og starfi

Umhverfisstefna

Starfsmenn eru meðvitaðir um umhverfisáhrif fyrirtækisins og hafa kunnáttu, færni og metnað til að draga skipulega úr áhrifum þýðingarmestu umhverfisþáttanna, sem eru:

 • Eldsneytisnotkun og losun gróðurhúsalofttegunda
 • Efnanotkun og meðhöndlun spilliefna
 • Almennur úrgangur

Þetta gerum við með því að:

 • Starfa samkvæmt vottuðu umhverfisstjórnunarkerfi ISO 14001 og í samræmi við þau lög og reglugerðir sem um starfsemina gilda
 • Leita sífellt leiða til að gera betur í starfseminni
 • Finna og þróa lausnir sem bæta árangur í umhverfismálum

Jafnlauna- og jafnréttisstefna

Hjá Íslenska Gámafélaginu er jafnrétti haft að leiðarljósi og mismunun, t.d. á grundvelli kyns, aldurs, kynþáttar, kynhneigðar, þjóðernis, trúar- eða stjórnmálaskoðana, er ekki liðin. Stefna þessi nær til alls starfsfólks, lýsir megináherslum félagsins í jafnlauna- og jafnréttismálum, er kynnt öllu starfsfólki og endurskoðuð á minnst þriggja ára fresti.

 • Við ráðningar og tilfærslur í starfi er jafnréttis gætt og leitast við að jafna hlutfall kynjanna innan starfahópa fyrirtækisins
 • Ákvarðanir um starfskjör eru teknar á sama hátt fyrir öll kyn og eru byggðar á skilgreindum viðmiðum án kynjamismununar
 • Allir hafa jöfn tækifæri til fræðslu, þjálfunar, starfsþróunar og þátttöku í starfshópum og nefndum innan fyrirtækisins
 • Jafnvægis er gætt á milli vinnu og einkalífs starfsfólks
 • Starfað er í samræmi við stefnu og aðgerðaráætlun fyrirtækisins gegn einelti, ofbeldi og kynbundinni eða kynferðislegri áreitni á vinnustað

 

Íslenska Gámafélagið starfar í samræmi við lög, reglugerðir og jafnlaunakerfi sem hlotið hefur vottun samkvæmt ÍST 85:2012. Félagið skuldbindur sig til að setja jafnlaunamarkmið, sinna reglulegu eftirliti með jafnlaunakerfi sínu og vinna að stöðugum umbótum í jafnlauna- og jafnréttismálum.

(Rýnd og uppfærð 25.09.2021)

Gæðastefna

Það er markmið Íslenska Gámafélagsins að uppfylla ávallt kröfur og væntingar viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila.
Það gerum við með því að:

 • Starfa eftir vottuðu gæðastjórnunarkerfi ISO 9001
 • Mæla ánægju viðskiptavina og hagsmunaaðila á reglubundinn hátt
 • Vinnum að stöðugri þróun á þjónustu í takt við þarfir viðskiptavina
 • Tryggja stöðugar umbætur á vörugæðum