Jafnlauna- og jafnréttisstefna
Hjá Íslenska Gámafélaginu er jafnrétti haft að leiðarljósi og mismunun, t.d. á grundvelli kyns, aldurs, kynþáttar, kynhneigðar, þjóðernis, trúar- eða stjórnmálaskoðana, er ekki liðin. Stefna þessi nær til alls starfsfólks, lýsir megináherslum félagsins í jafnlauna- og jafnréttismálum, er kynnt öllu starfsfólki og endurskoðuð á minnst þriggja ára fresti.
- Við ráðningar og tilfærslur í starfi er jafnréttis gætt og leitast við að jafna hlutfall kynjanna innan starfahópa fyrirtækisins
- Ákvarðanir um starfskjör eru teknar á sama hátt fyrir konur og karla og eru byggðar á skilgreindum viðmiðum án kynjamismununar
- Karlar og konur hafa jöfn tækifæri til fræðslu, þjálfunar, starfsþróunar og þátttöku í starfshópum og nefndum innan fyrirtækisins
- Jafnvægis er gætt á milli vinnu og einkalífs starfsfólks
- Starfað er í samræmi við stefnu og aðgerðaráætlun fyrirtækisins gegn einelti, ofbeldi og kynbundinni eða kynferðislegri áreitni á vinnustað
Íslenska Gámafélagið starfar í samræmi við lög, reglugerðir og jafnlaunakerfi sem hlotið hefur vottun samkvæmt ÍST 85:2012. Félagið skuldbindur sig til að setja jafnlaunamarkmið, sinna reglulegu eftirliti með jafnlaunakerfi sínu og vinna að stöðugum umbótum í jafnlauna- og jafnréttismálum.
(Rýnd og uppfærð 25.09.2019)