Skipurit

Við erum fjölskylduvænt fyrirtæki og því er mikil áhersla lögð á jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það er meginmarkmið hjá okkur að starfsfólk Íslenska gámafélagsins sé ánægt og árangursdrifið með skýra ábyrgð og góða fagþekkingu. Hjá Íslenska gámafélaginu starfar um 300 manna samhentur hópur sem hefur það markmið að veita góða þjónustu á mannlegum nótum þar sem þörfum hvers og eins er mætt með fagmennsku og gleði.

Við hvetjum öll kyn til að sækja um störf hjá Íslenska gámafélaginu og leggjum áherslu á að starfsfólk njóti sömu kjara fyrir sambærileg störf. ÍGF, hefur hlotið jafnlaunavottun frá VR, og er jafnan á lista yfir fyrirmyndarfyrirtæki landsins.