Fréttir

Snjallt sorp á Hafnartorgi

Á Hafnartorgi er nú komið í notkun glænýtt og snjallt sorpflokkunarkerfi. Kerfið eykur hagkvæmni og fjárhagslegan ávinning af flokkun notanda með því að vigta sorpið.

Snjallasta sorpið

Á Hafnartorgi hefur Reginn fasteignafélag tekið í notkun snjalla sorpflokkunarstöð sem við hjá Íslenska Gámafélaginu þróuðum í samvinnu við þau. Flokkunarstöðin þjónar verslunum og skrifstofum á Hafnartorgi og með rafrænum hætti er skráð á hvern notanda magn og flokk þess sorps sem hent er. Með því sjá notendur skýrar þann fjárhagslega ávinning sem felst í góðri flokkun, því sorpreikningurinn er rukkaður eftir flokkum og þyngd. Lausnin hefur fengið góðar viðtökur notanda sem segja að hún sé auðveld í notkun og spennandi.

Hvernig virkar þessi lausn?

Flokkunarstöðin er staðsett í kjallara Hafnartorgs og flokkað er í sex mismunandi flokka. Hver notandi hefur aðgangskort sem lagt er upp að skynjara við viðeigandi lúgu til að skrá notandann inn. Við það opnast lúgan og fyrir innan hana er ílát á vog. Þegar hent er í ílátið nemur vogin þyngdaraukningu í ílátinu og skráir notkunina á viðkomandi notanda. Skráningu er síðan lokað með því að bera kortið aftur upp að nemanum.

Með skráningu upplýsinga í rauntíma fæst betra utanumhald á sorpflokkun hvers og eins notanda. Eins geta notendur séð flokkunarhlutfall, sett sér markmið í flokkun og borið saman árangur milli mánaða. Sameiginlegar sorpgeymslur geta oft verið vandamál en með þessari snjalllausn fer ekki á milli mála hver hendir hverju og greiða notendur einungis fyrir eigin notkun.

Er snjallsorp eitthvað fyrir þig?

Hafðu samband við söludeild okkar í síma 577 5757 eða [email protected]  ef þú vilt fræðast meira um snjalllausnir sem við bjóðum uppá

Tengdar greinar

Hvað verður um pappír og pappa? (myndband)

Í meðfylgjandi myndbandi sést ferli frá innsöfnun pappírs og pappa að útflutningi til móttökuaðila erlendis.

Tilkynning vegna starfa okkar við sorphirðu á Álftanesi

Vegna þeirra umræðu sem hefur skapast vegna starfa okkar við sorphirðu frá heimilum á Álftanesi…

Tilkynning um gjaldskrárbreytingu á landsbyggðinni

Gjaldskrárbreytingar á hráefni og þjónustu.