Fréttir

Skjótum Rótum

Rótarskot er óhefðbundið umhverfisskot til að fagna nýju ári. Það er hannað í samstarfi við Slysavarnarfélagið Landsbjörgu og Skógræktarfélag Íslands.

Rótarskot er óhefðbundið umhverfisskot til að fagna nýju ári. Það er hannað í samstarfi við Slysavarnarfélagið Landsbjörgu og Skógræktarfélag Íslands.

Hvert Rótarskot samsvarar einum græðlingi sem Skógræktarfélag Íslands mun gróðursetja fyrir hönd kaupenda. Skógurinn, sem tileinkaður verður Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, er við Þorlákshöfn og mun bera nafnið Áramót. Um ókomna tíð munu landsmenn geta notið þess að sjá trén springa út á góðum stundum, vaxa og verða að fallegum skógi.

Rótarskot er hannað fyrir þá sem láta sig umhverfið og almannaöryggi varða; fyrir alla þá sem vilja taka þátt í að hlúa að umhverfinu, fækka flugeldaslysum og bæta andrúmsloftið fyrir alla – sérstaklega börnin okkar.

Við kaupin á Rótarskoti eru góð málefni styrkt: bæði björgunarsveitirnar og umhverfið. Allur ágóði af sölunni rennur beint til sjálfra björgunarsveitanna – sjálfboðaliða sem svara neyðarköllum landsmanna og erlendra ferðamanna allan sólarhringinn sama hvernig viðrar, allt árið um kring.

Rót­ar­skot­in verða til sölu á flug­elda­sölu­stöðum björg­un­ar­sveit­anna fyr­ir ára­mót og kosta 3990 krón­ur. Þannig er hægt að kol­efnis­jafna flug­eld­ana sem skotið verður upp um ára­mót­in

Tökum höndum saman og skjótum rótum.

Gleðilegt nýtt ár!

Tengdar greinar

Yfirlýsing vegna myndbands sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum

Í myndbandi sem gengur á samfélagsmiðlum af sorphirðu Íslenska gámafélagsins í Kópavogi sést hvar sótt…

Tilkynning – Götulokanir vegna leiðtogafundar Evrópuráðs

Viðskiptavinir ahugið! Breytingar á losunum vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu 16. og 17.maí n.k.