Hreinna umhverfi Fréttir Hættum að urða

Samfélagsskýrsla 2019

Fyrsta samfélagsskýrsla Íslenska gámafélagsins hefur litið dagsins ljós!

Samfélagsskýrsla 2019

Fyrsta samfélagsskýrsla okkar hefur litið dagsins ljós en hún gerir upp árið 2019. Vinna við skýrsluna tók örlítið lengri tíma en áætlað var en árið 2020 hefur verið krefjandi á margan hátt fyrir flesta. Í þessari fyrstu samfélagsskýrslu fyrirtækisins er stiklað á því helsta sem fyrirtækið hefur gert til að stuðla að heilnæmara samfélagi. Með árlegri útgáfu samfélagsskýrslu er ætlunin að fá betri yfirsýn yfir stöðu fyrirtækisins í málaflokknum og hvernig það getur bætt sig enn frekar í framtíðinni.

Þessa fyrstu samfélagsskýrslu má líta á sem grunn að komandi samfélagsskýrslum okkar en þær verða styttri og hnitmiðaðri í framtíðinni. Þá mun vera meiri áhersla á að bera saman tölur á milli ára, breytingar í starfsemi og helstu málefni líðandi árs.

Hér fyrir neðan má nálgast skýrsluna í pdf

sýnishorn úr samfélagsskýrslunni 2019
Sýnishorn úr samfélagsskýrslunni 2019

Tengdar greinar

Borgarstjóri heimsækir Koparsléttu

Á dögunum kom Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur í heimsókn til okkar hjá Íslenska gámafélaginu.

íslenska gámafélagið staðsetning

Verðbreytingar árið 2022

Almenn hækkun á þjónustu og leigu gáma og íláta hefur orðið vegna vísitöluhækkunar (5,2%).

Nýr rammasamningur um úrgangsþjónustu

Ríkiskaup og Íslenska gámafélagið hafa í kjölfar útboðs gert nýjan rammasamning um úrgangsþjónustu fyrir stofnanir…